- Advertisement -

Einhugur um einkavæðingu bankanna

Bjarni Benediktsson hefur íhugað lagabreytingar um breytt Samkeppniseftirlitið svo unnt verði að sameina tvo banka, þá væntanlega Landsbanka og Íslandsbanka, áður en kemur að því að einkavæða bankana. Þetta kemur meðal annars fram í viðskiptakálfi Moggans í dag. Hér á eftir er sá kafli viðtalsins um einkavæðingu og sameiningu bankanna:

Myndin af Bjarna með viðtalinu í Mogganum.

„Ég hef á engan hátt skipt um skoðun á þessu og ég finn að samstarfsflokkar okkar í ríkisstjórn eru sammála okkur um að draga úr eignarhaldinu. Við eigum frekar að binda fjármagn í innviðauppbyggingu en að binda það í þessum fjármálarekstri. Við þurfum hins vegar að svara því innan skamms hvaða skref, ef einhver, er hægt að taka á þessari stundu í þessum efnum. Ég ætlaði að vera kominn fyrr fram með þau. En ég get hins vegar sagt að þetta mál mun ekki liggja óhreyft út kjörtímabilið. Það er augljóst í mínum huga.“

Er þá hægt að fullyrða að bréf í Íslandsbanka verði seld á þessu kjörtímabili?

Þú gætir haft áhuga á þessum

…ég er ekki tilbúinn að sitja með hendur í skauti og bíða þess að sólin fari aftur að skína á bankamarkaðinn.

„Nei, það er ekki hægt að fullyrða það því við munum ekki selja gegn hvaða verði sem er. En við þurfum líka að skoða hvaða möguleikar eru í stöðunni og endurskoða fyrri áform sem gengu út á að stefna beint að skráningu Íslandsbanka á markað og selja ríkið smátt og smátt niður. Það þarf að skoða ýmsa möguleika en ég er ekki tilbúinn að sitja með hendur í skauti og bíða þess að sólin fari aftur að skína á bankamarkaðinn. Í millitíðinni geta stórkostleg tækifæri glatast til að snúa þessum tækifærum upp í annan þjóðfélagslegan ávinning. Auk þess er þetta áhættusamur rekstur og fólk má ekki gleyma því að eign sem við gerum ráð fyrir að sé til staðar í dag kann að vera rýrari eftir eitt, þrjú eða fimm ár.“

Kæmi til greina með lagasetningu að greiða fyrir sameiningu tveggja viðskiptabanka, þ.e. að takmarka möguleika Samkeppniseftirlitsins til að standa í vegi fyrir slíkri ráðstöfun?

„Ég hef aldrei viljað útiloka það með öllu og ég hef velt því fyrir mér. En ég verð að segja alveg eins og er að eftir því sem ég skoða það betur þá sé ég fleiri og fleiri vankanta á því. Ég held t.d. að ef það ætti að vera okkar næsta útspil í þeim efnum þá myndi lítið gerast í þessum málum á komandi árum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: