- Advertisement -

Einkavæðing: Gamla fólkið fær sjaldnar bað og skipt verður sjaldnar á rúmum

Ragnar Önundarson skrifaði:

„Ríkið skammtar hjúkrunarheimilunum tekjurnar. Einkarekstur nýtir fé fjárfesta sem krefjast ávöxtunar og arðs. Þetta þýðir að stærðin sem þarf að vinna með er rekstrarkostnaðurinn, hann þarf að lækka. Yfirgnæfandi í kostnaðinum eru laun og launatengd gjöld. Mönnun umönnunarstarfa verður því tæpari en verið hefur og afleiðingin verður minni þjónusta: Gamla fólkið fær t.d. sjaldnar bað, skipt verður sjaldnar á rúmum og þeir sem eru með þvagleka ganga lengur með blautu bleyjuna. Allt sem gert er fyrir heimilisfólkið verður skorið við nögl. Þetta er allt þekkt frá nálægum löndum þar sem upp hafa komið dæmi um skelfilega vanrækslu gamals fólks.

Við eigum að horfast í augu við þá staðreynd að þar sem fólk fær forræði yfir þeim sem standa höllum fæti, börnum og unglingum á „upptökuheimilum“, heimilum fyrir fatlaða og aldraða, er mikil hætta á vanrækslu, misnotkun og jafnvel ofbeldi. Reynslan bæði hér og í nálægum löndum sýnir það. Við getum einkavætt ýmsar aðgerðir á stofum úti í bæ, en varanleg vistun og forræði yfir fólki ber hættuna með sér.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: