- Advertisement -

Einstaklega ótrúverðug framganga!

Þjóðin getur ekki búið við svona lausatök við ákvarðanir á útgefnum kvóta.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Hafró virðist vera opinber stofnun sem ekki þarf að svara fyrir eigin verk eða taka þátt í málefnalegri umræðu um matsaðferðir og niðurstöður. Í blaðaviðtali þá hafði sviðsstjóri botnsjávarsviðs eftirfarandi að segja um nýjar niðurstöður varðandi stærð þorskstofnsins „Uppsetnnigu stofnmats var breytt og þá kom í ljós að viðmiðunarstofninn fyrir þorsk hafi í raun verið 19 prósent minni en áður var talið“.

Breytt er um aðferð við stærðarmat og allt breytist eins og hendi sé veifað. Hvað ef stuðst væri við enn aðra aðferðina við uppsetninguna, fæst þá þriðja útkoman. Getur verið að stofninn myndi mælast stærri en ekki minni? Þjóðin getur ekki búið við svona lausatök við ákvarðanir á útgefnum kvóta. Fá þarf utanaðkomandi aðila til að skoða hvort slakt verklag innan Hafró ráði hér einhverju.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: