Mannlíf

„Einstakt tilfelli.“ Greining Sigurþórs.

By Ritstjórn

December 01, 2019

Sigurþór Jakobsson er höfundur myndarinnar og textans:

„Einstakt tilfelli,“ sagði forsætisráðherra lands vors er ógæfufjöldskyldu var vísað af landi brott fyrir nokkru.

Annað segja heimildir og listasagan.

„ÓGÆFUFÓLK“ hefur fylgt Íslandsbyggð allt frá landnámstíð. Oftast vegna skilnings- og tilfinningaleysis ráðamanna á aðstæðum þess. Það sæmir ekki að valdastéttin hafi ekki hugrekki til að standa með lítilmagnanum.

Framkoma forsætisráðherra Íslands við ófædda, jafnt sem fátæka aldraða og öryrkja, hefur verið  með ólíkindum, þessar síðustu vikur.