- Advertisement -

Verðbólgan: Ekkert hökt í Evrópu

Jóhann Þorvarðarson:

Ég held mig við mína fyrri spá um að við eigum eftir að sjá verðbólgu fara í 12 prósent á næsta misseri eða svo.

Nýr aflestur samræmdra verðbólgumæla í Þýskalandi sýndi að neysluverð í stærsta hagkerfi Evrópu hækkaði á ársgrundvelli um 11,6% í október miðað við 10,9% í september samanber myndin. Milli síðustu tveggja mánaða þá var hækkunin 1,1%, sem telst alla jafnan vera mikil hækkun. Góða fréttin, en innan sviga þó, er að hröðun verðbólgunnar minnkaði umtalsvert. Samt sem áður, þá er yfirstandandi verðbólguvandi Þýskalands mikið áhyggjuefni því væntingar voru uppi um að verðhækkanir í október yrðu ekki nema 0,6%.

Ítalía á í enn erfiðari rimmu við verðbólgudrauginn, en samræmd ársbólga mældist 12,8% í október. Mánaðarleg hækkun var svakaleg eða 4% þegar von var um 1,4% hækkun. Við þetta fór ársbólga úr 9,9% í þessi 12,8%. Geipilegt misræmi milli verðbólguvæntinga og álesturs verðbólgumæla kemur á óvart. Það gæti verið merki um að verðhækkanir séu að verða stjórnlausar á hinni fögru Ítalíu. Sjálfur hef ég áhyggjur að þetta geti verið forsmekkurinn að enn meiri verðbólgu og að verðbólgutölur í mið Evrópu nálgist álestur verðmæla í Baltiklöndunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Holland:

Litið til Benelúxlandanna þá turnar Holland nágranna sína með yfir 17% verðbólgu á samræmdan mælikvarða.

Hjá þeim þá flýgur draugurinn langt yfir 20 prósenta verðbólgu. Í vestur frá Baltiklöndunum þá er verðbólga komin yfir 10 prósent múrinn hjá Dönum og Svíum á meðan Norðmenn hafa enn sem komið er náð að halda sér undir 7 prósentum.

Á Íberíuskaga þá eru verðbólgutölur áhuagaverðar. Á meðan verðlag í Portúgal hækkaði um  meira en 10% prósent á ársgrundvelli þá hefur Spánverjum tekist að ná sínum verðhækkunum niður að rúmum 7 prósentum eftir að hafa farið hæst í tæp 11 prósent í júlí. Það verður því áhugavert að sjá þróun mála á skaganum á næstunni sökum líkinda milli landanna.

Litið til Benelúxlandanna þá turnar Holland nágranna sína með yfir 17% verðbólgu á samræmdan mælikvarða. Á sama tíma mælast verðhækkanir í súkkulaðilandinu Belgíu yfir 12 prósentum. Lúxarar, með sitt sérstæða hagkerfi, er með tæplega 9 prósent verðbólgu. Þannig að það er bland í poka hjá Niðurlöndunum þrem.

Síðan er það vonarstjarna Evrópu á verðbólgutímum eða Frakkland. Ólíkt Þjóðverjum þá hefur þeim tekist að halda verðbólgunni langt undir 10 prósentum og hefur hún hæst náð í 6,2%. Risa verðhækkunin á Ítalíu fær mig aftur á móti til að halda væntingum um viðsnúning í mið Evrópu niðri. Á móti vegur þó þróun mála á Spáni, en ég tel líklegra að önnur lönd í kringum Frakkland togi verðlagið upp á við frekar en hitt. Þar horfi ég til Portúgals, sem ekki hefur tekist að nýta sér árangur Spánverja í glímunni við drauginn fljúgandi og svo einnig til ástandsins á Ítalíu og í Hollandi. En við sjáum til hvað gerist.

Ísland:

Mældist hún 9,4% í október og er hún aðeins hálfu prósenti frá núverandi toppi íslensku verðbólgunnar.

Svo eru það Alpalöndin tvö, Swiss og Austurríki, sem eru á sitthvorum enda verðbólgustikunnar. Á meðan verðlag hefur aukist um nær 11 prósent í Austurríki þá eru verðin vel tamin í Swiss og verðbólga einungis náð upp í 3,5 prósent. Árangurinn vekur athygli og verður kannski efni í aðra grein.

Nýjustu tölur fyrir Ísland sýna að verðbólgan er aftur á uppleið eftir að hafa hopað tvo mánuði í röð. Mældist hún 9,4% í október og er hún aðeins hálfu prósenti frá núverandi toppi íslensku verðbólgunnar.

Ég held mig við mína fyrri spá um að við eigum eftir að sjá verðbólgu fara í 12 prósent á næsta misseri eða svo. Vonandi ekki hærra, en óvissan er gríðarlega mikil. Að baki matinu eru smitandi áhrif frá Evrópu, lausir kjarasamningar og þróttleysi fyrirtækja til að taka á sig frekari verðhækkanir. Einnig lít ég til þess að krónan er ranglega skráð og því tengdu að útflutningsgreinar muni finna fyrir ástandinu í Evrópu. Og staða mála á Bretlandseyjum er mér mjög hugleikin. Nýjasti álestur verðbólgumæla sýnir að verðhækkanir eru við það að brjóta fyrri topp í 10,1 prósenti.      


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: