- Advertisement -

Ekkert lát á góðum árangri

Núverandi ríkisstjórn valdi meðvitað að draga eymd atvinnulausra á langinn.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Myndarlegar og markvissar efnahagsaðgerðir bandarískra stjórnvalda á eftirspurnarhlið hagkerfisins halda áfram að bíta á atvinnuleysinu. Nýbakaðar upplýsingar segja það komið niður í 5,8 prósent eftir að hafa toppað í 14,7 prósentum í apríl í fyrra. Stóra aðgerðin þar vestra var að gæta að því að kaupmáttur allra (atvinnulausir, öryrkjar og eldri borgarar) sem þiggja bætur yrði  á pari við góð laun. Þetta er ástæðan fyrir því að OECD spáir að það taki Bandaríkin aðeins 18 mánuði að ná  efnahagsstyrk sínum eins og hann var fyrir kóvít-19. Á sama tíma er ráðstöfunum íslenskra stjórnvalda gefin falleinkunn. Er því spáð að það muni taka eyjuna 45 mánuði að öðlast fyrri styrk. Hér munar 2,25 árum á löndunum tveimur. Núverandi ríkisstjórn valdi meðvitað að draga eymd atvinnulausra á langinn. Og að þjóðartekjur verði minni en mögulegt er þessi rúmlega tvö ár. Hér getur munað 250 til 400 milljörðum króna. Hagstjórn landsins er í maski.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: