- Advertisement -

Ekki bara gómsætt súkkulaði

Jóhann Þorvarðarson:

Þetta er fórnarkostnaður sem stjórnvöld í landinu telja réttlætanlegan í viðleitni sinni að styðja við bakið á heimilum sem lægri framfærslutekjur hafa á tímum mikillar verðbólgu.

Margir tengja Belgíu við ljúffengt súkkulaði. Færri vita hins vegar að landið er umfangsmikið í verslun með eðalsteina og að það hýsir höfuðstöðvar Evrópusambandsins. Svo vita einhverjir að þaðan kemur teiknimynda persónan Tinni. Landið hefur einnig skráð sig í sögubækurnar fyrir að vera vettvangur styrjalda og má nefna baráttuna um Waterloo og fyrri heimsstyrjöldin.

Í dag þá vekur landið athygli fyrir einstæðan árangur í krossferðinni gegn verðbólgu. Á átta mánuðum þá hefur hún fallið úr því að vera rúm 13 prósent og niður í 1,6 prósent á ársgrundvelli. Er hún þar með komin undir verðbólgumarkmið Seðlabanka Evrópu. Ekkert annað evruland hefur náð viðlíka árangri á jöfn skömmum tíma þó árangur Lúxemborg og Spánar sé einnig eftirtektarverður.

Veigamesti áhrifavaldurinn í sigri á verðbólgunni er lækkun orkukostnaðar. Síðan í október þá hefur orka fært sig úr að hafa hækkað um 70 prósent á ársgrundvelli og niður í að hafa lækkað um 36 prósent í júní. Þetta eru miklu meiri lækkanir en við sjáum að meðaltali á evrusvæðinu eða 5,6 prósent. Skýringin á mismuninum milli Belgíu og annarra evrulanda má að sumu leyti rekja til þess að belgísk stjórnvöld niðurgreiða tímabundið orkuverð með tilfærslum til hinna efnaminni og með lækkun virðisaukaskatts á orku. Niðurgreiðslan hefur nefnilega bein áhrif á útreikning samræmdu neysluverðsvísitölunnar enda byggja þeir á nettó áhrifum.  Hin hliðin á peningnum er þó að þegar niðurgreiðslur renna sitt skeið á enda að þá mun það hafa áhrif í hina áttina að öllu öðru jöfnu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á 12 mánaða tímabili þá minnkaði nýfjárfesting heimila síðan um rúm 8 prósent.    

Fleira kemur til, en opinberir aðilar hafa stemmt stigu við eftirspurninni með því að lækka hitun opinberra bygginga niður í 19 gráður og bannað að loftræstikerfi fari upp fyrir 27 gráðurnar. Svo er lýsing opinberra bygginga og minnisvarða skrúfuð niður að kvöld- og næturlagi.

Til að slá enn frekar á eftirspurnarhliðina í belgíska hagkerfinu þá jókst sparnaður heimila að nýju á fyrsta fjórðungi ársins eftir snarpa lækkun undir lok síðasta árs. Fór hann úr 10.8 prósentum og upp í 13,9 prósent. Endurspeglast þetta í því að á sama tíma og ráðstöfunartekjur jukust um 4,9 prósent á fyrsta fjórðungi ársins að þá jókst einkaneyslan  ekki nema um 1,2 prósent eða minna en mæld verðbólga. Á 12 mánaða tímabili þá minnkaði nýfjárfesting heimila síðan um rúm 8 prósent.       

Hagnaðardrifin verðbólga hefur einnig gefið eftir sem sést best á því að hagnaðarhlutdeild fyrirtækja lækkaði úr 44,1 prósenti á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs í 40.9 prósent á fyrsta fjórðung yfirstandandi árs. Þrátt fyrir þetta þá heldur nýfjárfesting fyrirtækja áfram að aukast lítillega, sem er til merkis um bjartsýni gagnvart framtíðinni. Þarna er því ekki samhljómur milli heimila og fyrirtækja.

ér heima þá hefur ríkisstjórn Vina Garðabæjar aftur á móti ekki verið tilbúin í sambærilegan stuðning við efnaminni heimili á Íslands.

Samhliða góðum árangri Belga í glímunni við verðbólguna þá hefur halli á fjárlögum aukist á nýjan leik og er hann orðinn mínus 5 prósent. Þar ber hæst áhrif niðurgreiðslna á orkukostnaði og lækkun virðisaukaskattsins. Þetta er fórnarkostnaður sem stjórnvöld í landinu telja réttlætanlegan í viðleitni sinni að styðja við bakið á heimilum sem lægri framfærslutekjur hafa á tímum mikillar verðbólgu. Hér heima þá hefur ríkisstjórn Vina Garðabæjar aftur á móti ekki verið tilbúin í sambærilegan stuðning við efnaminni heimili á Íslands.

Áhrif af nýlegri lagabreytingu um að eldriborgarar og öryrkjar fá 2,5 hækkun á sínar framfærslutekjur frá og með fyrsta júlí er að fólk fær aumar 6.000 krónur meira til ráðstöfunar  á sama tíma og stuðningur belgískra stjórnvalda hleypur á tugum þúsunda króna á mánuði hverjum. Sá stuðningur leggst ofan á hækkun ráðstöfunartekna þar í landi, sem ég minntist á að ofan, og eru laun vísitölutryggð þar í landi. Aðgerðir og árangur Belga er til eftirbreytni fyrir íslensk stjórnvöld sem hafa sýnt fyrir löngu að ráða ekki við landsstjórnina.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: