- Advertisement -

Ekki frétt Fréttablaðsins

Ríkisreksturinn hefur þannig þrátt fyrir faraldurinn ekki vaxið út úr neinu korti.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Forsíða Fréttablaðsins í dag er lögð undir að segja okkur að ríkisrekstur hafi aukist um 46 prósent á föstu verðlagi (verðlagi ársins 2020) frá árinu 2007. Inn í fréttina gleymist að segja okkur að árið 2020 kallaði á mikil neyðarútgjöld vegna veirufaraldursins sem belgir ríkisútgjöldin tímabundið út. Aðalatriðið er þó það að blaðinu fannst ekki ástæða til að segja okkur að fram til loka ársins 2019 (nýrri tölur ekki aðgengilegar) hafi íslenska hagkerfið stækkað um tæplega 118 prósent að nafnvirði eða um 31 prósent að raunvirði. Ríkisreksturinn hefur þannig þrátt fyrir faraldurinn ekki vaxið út úr neinu korti. Hann mun fljótt sækja í fyrra horf og vera í hefðbundnum takt við landsframleiðsluna.

Einn af þeim aðilum sem notið hefur mest af auknum ríkisútgjöldum er aðaleigandi Fréttablaðsins, Helgi Magnússon. Hann eða hans fyrirtæki er hluthafi í Bláa Lóninu sem fengið hefur drjúg fjárframlög úr ríkissjóði í formi hlutabótaleiðar og mögulega líka fengið lokunarstyrk. Er ekki rétt að Fréttablaðið fjalli um þessa hlið ríkisútgjalda!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: