- Advertisement -

Ekki sama hver það er sem græðir

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Fréttablaðið gerir sér forsíðumat úr ofurhagnaði heildsölunnar Lyru.

Hagnaðurinn var tæplega 2 milljarðar króna á síðasta ári hjá 14 manna fyrirtæki; eða 142 milljónir króna á hvern starfsmann.

Upplýst er að langstærsti viðskiptavinurinn sé Landsspítalinn og á grundvelli neyðarréttar vegna heimsfaraldursins þá hafi viðskipti verið án útboðs.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fréttablaðið kvartar aftur á móti aldrei yfir ofsagróða kvótakónga landsins.

Þeir þurfa aldrei að borga raunverð fyrir einkaaðgang sinn að fiskauðlind þjóðarinnar í gegnum útboðsleið.

Samkvæmt nýjum útreikningum Indriða H Þorlákssonar þá fá kvótafjölskyldur landsins um 60 milljarða króna í afslátt árlega frá auðlindagjöldum miðað við árið 2021.

Innmúraðir klíkubræður fá að vera í friði með sinn ofsagróða á meðan blaðið kvartar sárt þegar lítið heildsölufyrirtæki dettur um hvalrekagróða.

Snepillinn kallar sig fréttablað þegar það er í raun ekkert annað en áróðursmaskína vildarvina blaðsins.

Landsspítalanum blæðir út vegna alvarlegrar vanfjármögnunar og biðraðir eru endalausar.

Kvótafjölskyldurnar kaupa sér aftur á móti heilbrigðisþjónustu annars staðar um leið og gramsað er í seðlabúntunum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: