- Advertisement -

Ekki spámannlega vaxinn

Ég spáði að bólgan innan ársins yrði 4,5 prósent, en raunin varð 4,36 prósent.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Fjölmargir reiða sig á verðbólguspá Seðlabanka Íslands þegar rekstrar- og fjárfestingaráætlanir eru settar upp enda um grundvallar forsendu að ræða. Hagsmunir eru miklir, geipilega háar fjárhæðir eru undir. Í maí þá gaf seðlabankinn það út að verðbólga ársins yrði á bilinu 1,8 til 2,4 prósent. Stóru bankarnir þrír og Hagstofa Íslands voru á svipuðum slóðum og sýndu áberandi hjarðhegðun. Íslandsbanki var sínu verstur og spáði að verðbólga ársins yrði aðeins 2,2 prósent á meðan Landsbankinn spáði 2.7 prósent bólgu. Sjálfur klóraði ég mér í hausnum yfir tölunum, taldir þær vera illa rökstuddar og út úr kú. Ég var þess minnugur að seðlabankastjóri er ekki spámannlega vaxinn. Þjóðin man vel þegar hann sagði vænlega tíð í vændum eina sekúndu í fjármálahrun. Ég hef verið málefnalega gagnrýninn á hann og hafði því sett sjálfan mig í þá stöðu að þurfa að hætta að mala og láta verkin tala.  

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég ákvað því að birta eigin hagspá hér á Miðjunni með þeirri forsendu að landinu yrði ekki lokað öðru sinni eins og raunin varð í september. Það breytti aftur á móti engu um verðbólguspár heldur hafði fyrst og fremst áhrif á hagvöxt og atvinnustig. Á myndinni sem fylgir þá er verðbólguspám stillt upp til samanburðar við útkomu ársins.

Ég spáði að bólgan innan ársins yrði 4,5 prósent, en raunin varð 4,36 prósent. Árið byrjaði á verðhjöðnun í janúar upp á 0,74 prósent, en allir aðrir mánuðir þaðan í frá vísa norður. Nóvember mánuður sýndi allt að því verðstöðnun, en endaði samt með vægri hækkun neysluverðs. Samtals þá fór árið upp um 4,36 prósent frá lágpunktinum í janúar.     


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: