Fréttir

Elliði kennir Páli um tapið

By Miðjan

May 27, 2018

Elliði Vignisson, fráfarandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir afstaða Páls Magnússonar fyrsta þingmanns Suðurkjördæmis kunni að hafa skipt sköpum þegar meirihluti Sjálfstæðisflokksins féll í kosningunum.

Páll studdi klofningsframboð Sjálfstæðismanna. Úrslitin voru afar tvísýn og bæði skiptu fá atkvæði og nokkrar sekúndur máli.

Á Vísi segir: „Svo mjótt var á munum að telja þurfti atkvæði aftur í Eyjum. Elliði telur að fjögur atkvæði utankjörfundar, sem Sjálfstæðisflokkurinn sótti í Valhöll í dag og sendi til Eyja, hafi skipt máli. „Þau bárust tuttugu sekúndum of seint,“ segir Elliði. Kjörstjórn í Eyjum hafi úrskurðað að þau hafi borist of seint.“