
Jóhann Þorvarðarson:
Þeir sem taka þátt í að greiða atkvæði með eða á móti verkbanni hljóta að spyrja sig hvort Halldór Benjamín Þorbergsson sé ekki vandamálið í kjaradeilunni?
Geðrof er ástand þar sem einstaklingur á erfitt með að greina hvað sé raunverulegt. Oftast koma fram ranghugmyndir og skert raunveruleikatengsl. Hegðun viðkomandi er undarleg. Einstaklingur í þessu ástandi getur einnig verið þjakaður af narsissisma, en þar er átt við hugarástand einstaklings sem telur sjálfan sig merkilegri en aðra. Hann þráir stöðuga athygli og aðdáun. Og hann skortir getu til að setja sig í spor annarra og sýna öðrum samúðartilfinningu.
Til að næra eigin veikindi þá skrumskælir einstaklingurinn raunveruleikann með frásögnum, sem enga stoð eiga í raunveruleikanum. Þeir sem standa í vegi fyrir hliðarveruleika viðkomandi fá hiklaust að kenna á því með uppnefningu og vel stílfærðum lygum. Yfirgangur er eitt af einkennum narsisstans. Ýmsir geðlæknar í Bandaríkjunum lýstu því yfir að Donald Trump fyrrum forseti Bandaríkjanna væri haldinn þessum andlega kvilla. Og CNN hélt úti sérstakri fréttavakt, sem hélt utan um rangfærslur og lygar forsetans fyrrverandi alla hans forsetatíð.
Nú verður spennandi að sjá hvort aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins ætli að næra meint veikindi forystumanns Samtakanna þegar kemur að atkvæðagreiðslu með eða á móti verkbanni í kjaradeilu við lægst launaða fólk höfuðborgarsvæðisins.
Erlend stéttarfélög gætu einnig hætt að þjónusta íslensk flugfélög með samúðarverkföllum.
Eflingarfólk og fjölskyldur þeirra eiga í viðskiptum við mörg þeirra fyrirtækja sem kom til með að greiða atkvæði með eða á móti verkbanninu. Síðan eru það þeir sem munu sýna Eflingarfólki samúð og stuðning með því að færa eigin viðskipti frá fyrirtækjum sem samþykkja verkbannið. Orðspor um samfélagslega ábyrgð fyrirtækjanna er undir í málinu. Þeir sem samþykkja verkbann eru klárlega að leika sér að eigin tilveru og framtíð. Svo mun sú stund nefnilega renna upp að erlendir birgjar og erlend stéttarfélög láti sig málið varða. Erlendir birgjar gætu hætt að selja eigin vörur til fyrirtækja sem styðja verkbann eða hætt að kaupa vörur frá þeim til útflutnings. Erlend stéttarfélög gætu einnig hætt að þjónusta íslensk flugfélög með samúðarverkföllum.
Bankarnir eru ekki undanskildir og mögulegt er að þeir finni fyrir vaxandi vaxtaálagi erlendis og auknum erfiðleikum að fá samkeppnishæf erlend lán. Síðan eru það íslenskir lífeyrissjóðir, ætla þeir að lána bönkunum peninga sjóðfélaga Eflingar? Þeir sem taka þátt í að greiða atkvæði með eða á móti verkbanni hljóta að spyrja sig hvort Halldór Benjamín Þorbergsson sé ekki vandamálið í kjaradeilunni?