
Jóhann Þorvarðarson:
Persónuleikabrestur Katrínar er að verða þjóðinni rándýr og vaknar því upp sú spurning hvað röskun hennar má kosta þjóðina mikið áður en gripið verður inn í.
Það er orðið eins og að horfa á sömu stuttmyndina aftur og aftur að hlusta á forsætisráðherra landsins, svo oft fer hún með sömu rulluna þegar hún reynir að réttlæta getuleysi og ósvinnu eigin ríkisstjórnar. Frasi eins og að „við verðum að læra af málinu“ heyrist oft. Og þessi frasi hér „við höfum gætt hófs“ eða „Þetta eru mildilegar aðgerðir“ eru einnig vinsælir hjá Katrínu Jak. Einn af þessum frösum heyrðist svo í kvöldfréttum RÚV áðan þegar hún reyndi að afsaka opinberar gjaldskrárhækkanir. Hækkanir sem munu létta pyngju landsmanna og hlutfallslega mest hjá þeim sem afla minnst.

Ekkert heyrist aftur á mót frá henni varðandi mikla uppsafnaða verðbólgu á umliðnum þremur og hálfu ári eða eftir að hún skipaði Ásgeir Jónsson sem seðlabankastjóra. Eins og myndin sýnir þá er uppsöfnunin á Íslandi mikið meiri en til dæmis í Danmörku. Mismunurinn þarna á milli er sjö prósentustig og verður hann alfarið rakinn til hagstjórnarmistaka Seðlabankans eins og ég lýsi í þessari grein hér „Þrefaldur annáll um seðlabankastjóra“.
Katrín ætlar augljóslega…
Katrín ætlar augljóslega ekki að axla ábyrgð á sínum þætti í umframverðbólgunni enda gerir ráðherrann aldrei mistök. Hún hefur nefnilega sjálf upplýst að mótþróaröskun hrjái hana. Að óbreyttu þá mun Ásgeir Jónsson keyra hagkerfið í kreppu enda vitað innan hagfræðinnar að mikil verðbólga og háir stýrivextir leiða til samdráttar ef ekki er brugðist rétt og tímanlega við. Á mannamáli táknar það að vaxandi atvinnuleysi mun sækja landið heim. Persónuleikabrestur Katrínar er að verða þjóðinni rándýr og vaknar því upp sú spurning hvað röskun hennar má kosta þjóðina mikið áður en gripið verður inn í.