Mynd: BBH Singapore / Unsplash

Fréttir

Engar tilvitnanir – einbeittur vilji

By Miðjan

April 01, 2020

Ekki ber að trúa öðru en það hafi verið einbeittur vilji ríkisstjórnar og þá líka Alþingis að sjá til þess að sjötíu ára og eldri eigi ekki rétt til bóta vegna minnkandi starfshlutfall.

Þing og ríkisstjórn höfðu margfarið yfir textann og ákveðið var að skilja þetta fólk eftir þegar málið var afgreitt. Merkilegt. En kemur samt ekki mikið á óvart.

Sjötugir og eldri, sem enn eru á vinnumarkaði, verða að þola óskiljanlegt misrétti af hálfu þings og ríkisstjórnar.