- Advertisement -

Enn annar prófessor á útsölu

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Nú hefur Ragnar Árnason, prófessor emirítus í hagfræði, stigið fram með grein í Morgunblaðið. Í henni fjallar hann klaufalega um umferðartafir og samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.

Ekkert lát virðist vera á framboði fyrrverandi prófessora, sem eru tilbúnir að taka þátt í ómálefnalegum áróðri. Annað hvort er ekki litið til sannleikans eða heildarmyndinni bara sleppt. Það heitir að lifa í valkvæðum veruleika, sýndarveruleika. Nýlega seldi Helgi Þorláksson aflátsbréf til seðlabankastjóra vegna rökstudds ritþjófnaðar. Nú hefur Ragnar Árnason, prófessor emirítus í hagfræði, stigið fram með grein í Morgunblaðið. Í henni fjallar hann klaufalega um umferðartafir og samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.

Skrifin eru vanstillt og augljóst að Ragnar er genginn í björg. Tekur hann upp falskan áróður hins þverklofna Sjálfstæðisflokks í Reykjavík í samgöngumálum, en flokkurinn hefur ekki boðið upp á neitt annað en niðurrif undanfarin 4 ár. Engum á að koma þetta á óvart enda hefur Ragnar áður verið staðinn að furðuskrifum samanber þegar ónefndur aðili tók hagfræðiprófessorinn í kennslustund í rekstrarhagfræði á síðum Moggans.

Ragnar Árnason er ekki að fjalla um samgöngutafir á höfuðborgarsvæðinu heldur er hann með klofspark í meirihluta borgarinnar. Segir orðrétt „Þess í stað hefur Reykjavíkurborg lagt í verulegan kostnað til að torvelda umferð í Reykjavík“. Af þessum orðum að dæma þá ferðast Ragnar ekkert um borgina né hefur hann lesið ársreikninga borgarinnar sér til gagns. Og hann hefur engin orð upp um ranghalana sem byggðir hafa verið í Kópavogi eða Hafnarfirði. Báðum bæjarfélögum er stjórnað af Sjálfstæðisflokknum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Báðum bæjarfélögum er stjórnað af Sjálfstæðisflokknum.

Ragnar Árnason byggir skrif sín á úreltum upplýsingum frá árinu 2019. Síðan þá hefur fjarvinna mikið aukist vegna kóvít-19 og ýmsar umferðareinar litið dagsins ljós sem hraða umferð. Nægir þar að nefna nýjar fráreinar af Miklubraut og Bústaðavegi inn á Reykjanesbraut og af Reykjanesbraut inn á Ártúnsbrekku. Telja má margt annað til eins og Borgarlínu, sem er í miðjum klíðum. Ávinningur af henni hefur einfaldlega ekki litið dagsins ljós.

Hin margumrædda Sundabrautar hefur ekki komist á laggirnar vegna fyrirstöðu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn. Sú braut breytir heildarmyndinni, en Ragnar hefur engan áhuga á þeirri hlið mála. Hraðahindranir og mjókkun gatna í miðjum íbúðahverfum eru til að vernda íbúana: börnin og unglingana. Vill Ragnar gera breytingu hér í nafni tímasparnaðar upp á fáeinar mínútur. Hinir margrómuðu göngu og hjólastígar komust á koppinn þrátt fyrir andstöðu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þeim fjölgar sem kjósa hjólið eða gönguna umfram bílinn.

Stóra atriðið sem Ragnar minnist aftur á móti ekkert á er að nauðsynlegt er að bjóða upp á umferðarlausnir sem draga úr umferðarþunga í þágu loftlagsvarna. Kannski hefur það farið fram hjá Ragnari að raunheimur glímir við hlýnun jarðar vegna olíumengunar. Takmarkað súrefni á einfaldlega undir högg að sækja. Líf á jörðinni er undir og það verður ekki metið til fjár. Af þessu ástæðum hafa borgir vítt og breytt um veröldina ákveðið að bíllinn hafi ekki ekki forgang í borgarskipulagi. Almenn ánægja ríkir um þróun mála um leið og jákvæð efnahagsleg áhrif turna úrelta hugsun Ragnars.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: