- Advertisement -

Enn ein ástæða

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Flokkarnir tveir sváfu bara þyrnirósarsvefni vandlætingar og ólýðræðis.
Fengu samtals ekki nema 18 prósent kjósenda að baki sér. Að óbreyttu þá eru örlög flokkanna ráðin, eru smástirni sem aldrei urðu að reikistjörnum.

Það fór vart fram hjá nokkrum manni fyrir nýafstaðnar ólöglegar kosningar að mörg dauðafærin voru
misnotuð af Viðreisn og Samfylkingunni. Upptaka evru, eða forleikur að upptöku, er mikilvægt
stefnumál hjá báðum smáflokkunum. Málflutningur formanna flokkanna var í besta falli klaufalegur
og alltaf ósannfærandi vegna þekkingarleysis á málefninu. Báðir formennirnir áttu í vök að verjast og
höfðu aldrei neina yfirhönd í umræðunni.

Eitt dauðafæri, sem var látið fara forgörðum, er erlent eignarhald á greiðslumiðlunarkerfum landsins.
Með erlendu eignarhaldi þá hefur þjóðaráhættan aukist og ýmsir hafa áhyggjur. Ef Ísland væri með
evru þá væri þessi áhætta einfaldlega úr sögunni og þjóðerni skipti engu máli. Erlendir bankar myndu
opna starfsemi á Íslandi og auka þannig vöruúrvalið. Það hefði verið auðvelt að gera mat úr stöðunni
og koma efninu á dagskrá. Flokkarnir tveir sváfu bara þyrnirósarsvefni vandlætingar og ólýðræðis.
Fengu samtals ekki nema 18 prósent kjósenda að baki sér. Að óbreyttu þá eru örlög flokkanna ráðin,
eru smástirni sem aldrei urðu að reikistjörnum.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: