- Advertisement -

Enn eitt gjaldþrot fjölskyldu ráðherra!

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Nýjustu ársreikningar Daða Einarssonar ehf. eru rugl yfir bull.

Á síðasta ári sagði ég ykkur frá óglæsilegri slóð fyrirtækja sem eltir fjölskyldu Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra. Sagan er löng og ljót. Þeir sem vilja rifja flakkkarasöguna upp er bent á að lesa Fjölskylda ráðherra á kennitöluflakki“ eða Að vera með tangarhald á ráðherra“ eða „Ráðherra í samkrulli við Kaupfélag Skagfirðinga?“.

Sagan heldur áfram, nýtt gjaldþrot er staðreynd! Fyrirtækið Daði Einarsson ehf. var úrskurðað gjaldþrota 18. febrúar 2020. Þetta fyrirtæki hét fyrst Íslenskar búvörur ehf. þar sem ráðherrann reyndi að gera sig gildandi við sölu rekstrarvara til bænda um leið og hann var sauðfjárbóndi. Kom hann sem slíkur fram í umfjöllun á heimasíðu Landssamtaka sauðfjárbænda, Bændablaðinu og víðar. Stofnendur voru feðgarnir Daði Einarsson og Ásmundur Einar. Að sögn kunnugra þá gekk ráðherrann út úr fyrirtækinu að forminu til nokkrum árum eftir stofnun. Sjálfur fullyrði ég ekkert.

Nýjustu ársreikningar Daða Einarssonar ehf. eru rugl yfir bull. Í þann nýjasta vantar efnahagsreikninginn og sá næst nýjasti fyrir árið 2017 er engu betri. Í honum má lesa að bústofn fyrirtækisins er gufaður upp, en samt segir í yfirliti sjóðstreymis að bústofninn hafi aukist um milljónir á sama tíma. Uppsafnað eigið fé reynist vera neikvætt upp á tugir milljónir króna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Í tengslum við feril Ásmundar Einars og fjölskyldu þá ritaði ég Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra opið bréf á síðasta ári samanber hér „Skrifar Katrínu vegna Ásmundar Einars. Spurning mín var hvort það væri siðferðilega verjandi eða boðlegt að Ásmundur Einar gegndi ráðherraembætti. Það hefur nefnilega verið barningur að koma í veg fyrir kennitöluflakk í íslensku atvinnulífi. Flakkið er óheiðarlegt gagnvart þeim sem sýna ábyrgð í rekstri og greiða sín gjöld. Sóunin sem kennitöluflakk veldur lendir alltaf á almenningi í gegnum hærra vöruverð og jafnvel hærri skatta. Það er því grafalvarlegt mál ef ráðamenn þjóðarinnar ganga ekki fram með góðu fordæmi!

Katrín er búin að svara mér og verður svarið umfjöllunarefni næstu greinar. Stutta frásögnin er að svar Katrínar er eftirminnilegt!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: