- Advertisement -

Enn er stefnt að einkaframkvæmdum í samgöngumálum

Enn stefnt að einkaframkvæmd i samgöngum

„Ég skil ekki af hverju í ósköpunum við erum t.d. enn með á borðinu frumvarp um veggjald eða einkafjármögnun á framkvæmd eins og Ölfusárbrú sem hæglega væri hægt að kippa inn í opinberar framkvæmdir og hlífa landsmönnum við auknum álögum við þessar kringumstæður,“ sagði Þorsteinn Víglundsson, varaformaður Viðreisnar.

„Ríkissjóður ræður við þessa framkvæmd. Samkvæmt mínum upplýsingum er hún meira og minna tilbúin. Það þarf ákvörðun til að ráðast í hana. Þá á ekki að bíða eftir því að hægt sé að bjóða hana út í einkafjármögnunarfyrirkomulagi heldur á ríkissjóður einfaldlega að segja: Við tökum þessa framkvæmd, við fjármögnum hana að fullu og hrindum henni af stað,“ sagði hann og eins þetta:

„Hið sama má segja um verkefni eins og tvöföldun Reykjanesbrautar. Við erum búin að vera með það verkefni á hönnunarborðinu í sennilega á þriðja áratug. Þetta hlýtur að vera orðið tilbúið. Það hlýtur að vera hægt að hrinda því verkefni af stað. Hvaða skilaboð eru það til íbúa á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi stefnir í allt að 20% þessi dægrin að ekki sé hægt við þessar kringumstæður að ráðast í viðamiklar fjárfestingar á því svæði?“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: