- Advertisement -

Enn stærri fordómur

Viðhorf íslenska fjármálaráðherrans og hans fylgifiska er sérstakt efnahagsvandamál.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Í þessari grein hér Stóri fordómur þá sagði ég ykkur frá viðhorfi fjármálaráðherra gagnvart opinberum rekstri, sem endurspeglar algjört skilningsleysi hans á samhengi hlutanna í hagkerfinu. Í gær þá flaggaði sami ráðherra öðrum hættulegum fordóm og það beint úr ræðustól Alþingis. Orðrétt sagði ráðherrann „Það er mjög varasamt að fara hreyfa mikið við atvinnuleysisbótum þannig að þú sért á endanum jafn settur, og mögulega ef menn ganga of langt, betur settur heldur en þeir sem eru að mæta til vinnu og og skila öllu sínu“. Þetta eru ískaldar kveðjur til allra þeirra þúsunda sem eru án atvinnu eða eru á leiðinni í slíkt ástand. Viðhorfið, eins og stóri fordómur, byggir ekki á hagkenningum eða kenningum um félagslega hegðun og langanir fólks.

Bandarískir stjórnmálamenn eru alveg ósammála íslenska fjármálaráðherranum og hafa hækkað atvinnuleysisbætur tímabundið langt upp fyrir það sem þær voru fyrir veirufaraldurinn. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa. Eftirspurn tók U-beygju upp á við og atvinnuleysi minnkaði mikið. Viðhorf íslenska fjármálaráðherrans og hans fylgifiska er sérstakt efnahagsvandamál og ógn við almannahagsmuni. Ógnin mun leiða til uppgjörs og ráðherrann mun þurfa að víkja sæti fyrr en hann óskar sér. 

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: