- Advertisement -

Enn syrtir í álinn hjá Bretum

Jóhann Þorvarðarson:

Skiptir því í raun engu máli á hvora vísitöluna er horft til því niðurstaðan er sú sama, bresk verðbólga er á blússandi uppleið og það mun hafa áhrif á Íslandi.

Verðlag (CPI) hækkaði um 2 prósentustig í október og er ársverðbólga því komin í 11,1 prósent í Bretlandi samanber myndin. Á sama tíma hækkaði undirliggjandi verðbólga um aðeins 0,1 prósent í október, sem táknar að verðbólgan hefur náð út í öll skúmaskot. Válegu tíðindin tryggja að vextir halda áfram að hækka þar í landi.

Hækkunin mun veikja íslensku krónuna að öllu öðru jöfnu gagnvart breska pundinu. Og ef Seðlabanki Íslands heldur áfram að halda uppi falskri skráningu á krónunni þá kallar þróun mála í Bretlandi á meiri vaxtahækkanir hér á landi eða aukin inngrip á gjaldeyrismarkaði, nema hvoru tveggja eigi sér stað.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Bretland:

Matvara hefur hækkað um 16,4 prósent í verði í Bretlandi frá því fyrir ári síðan, húsnæði og orkutengdir liðir um 11,7 prósent og fatnaður um 8,5 prósent.

Litið til áþekkrar verðvísitölu og stuðst er við á Íslandi, þar sem húsnæðisliðurinn er tekinn með í útreikninginn (CPIH), þá mælist ársverðbólga 9,6 prósent í Bretlandi. Vísitalan hækkaði um 1,6 prósent frá september og fram í október. Skiptir því í raun engu máli á hvora vísitöluna er horft til því niðurstaðan er sú sama, bresk verðbólga er á blússandi uppleið og það mun hafa áhrif á Íslandi. Matvara hefur hækkað um 16,4 prósent í verði í Bretlandi frá því fyrir ári síðan, húsnæði og orkutengdir liðir um 11,7 prósent og fatnaður um 8,5 prósent. Samgöngukostnaður hefur aftur á móti lækkað fjóra mánuði í röð og nam árshækkunin 9,3 prósent í október heftir að hafa hækkað mest um rúm 15 prósent í júní. Það sem hækkar minnst í Bretlandi er þjónusta, í víðasta skilningi orðsins, og nam árshækkunin rúmum 5 prósentum. Til að dekkja myndina enn frekar þá dóst breska hagkerfið saman um 0,2 prósent á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tímabil fyrir ári síðan. Frá öðrum ársfjórðungi þessa árs þá nam samdrátturinn 0,4 prósentum. Bretar standa nú með báðar fætur innan við dyragættar kreppu og æ fleiri viðra þær áhyggjur að „stagflation“ gæti ógnað breska hagkerfinu, en hugtakið stendur fyrir samspil mikillar verðbólgu, mikils atvinnuleysis og þar með mikils efnahagslegs samdráttar. Atvinnuleysi jókst eilítið í síðasta mánuði, en snöggur umsnúningur er ekki útilokaður í ljósi slæmrar fjárhagsstöðu breska ríkissjóðsins og breiðvirkra skattahækkana, sem eru á teikniborði ríkisstjórnar Rishi Sunaks


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: