Mynd: Hringbraut.

Fréttir

Enn tapa Vinstri græn fylgi

By Gunnar Smári Egilsson

October 28, 2020

Gunnar Smári skrifar:

Það eru ekki umtalsverður sveiflur í fylgi flokkanna milli mánaða og því kannski auðveldast að bera saman fylgið nú samkvæmt MMR við síðustu kosningar:

Þetta eru þeir flokkar sem hafa bætt við sig fylgi:Sósíalistaflokkurinn: +4,6 prósentustigPíratar: +4,3 prósentustigSamfylkingin: +3,1 prósentustigViðreisn: +3,0 prósentustigMiðflokkurinn: +0,7 prósentustig

Og þessir flokkar hafa misst fylgi:Framsókn: –0,5 prósentustigFlokkur fólksins: –3,1 prósentustigSjálfstæðisflokkur: –3,3 prósentustigVG: –8,6 prósentustig

Allir stjórnarflokkarnir tapa, VG lang mestu (hefur misst frá sér 1/2 af fylginu og gæti horft upp á hættu á að þurrkast út af þingi með sama áframhaldi). Nýju flokkarnir hægra megin, xM og xF, standa í stað eða gefa eftir. Hin svokallaða frjálslynda miðja, SPC, vinnur á en þó Sósíalistaflokkurinn mest.

Breytingar á þingliðinu yrðu þessar:Sjálfstæðisflokkur: 15 þingmenn (–1)VG: 6 þingmenn (–5)Framsókn: 7 þingmenn (–1)Samtals: 28 þingmenn (–7)

Stjórnarandstaðan:Samfylkingin: 11 þingmenn (+4)Píratar: 9 þingmenn (+3)Miðflokkurinn: 8 þingmenn (–1)Viðreisn: 7 þingmenn (+3)Flokkur fólksins: 0 þingmenn (–2)

Sósíalistar eru við 5% þröskuldinn og myndi taka þingmann af Viðreisn, Samfylkingu og VG samkvæmt þessari könnun. En auðvitað er það svo að það má ekki hósta á niðurstöðurnar til að útkoman yrði önnur.