- Advertisement -

Er áttaviti Seðlabanka Bandaríkjanna réttur?

Jóhann Þorvarðarson:

Stóru hákarlarnir gleypa þannig smáfiskana með sporði og haus undir handarjaðri Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Þróunin gengur gegn stefnunni um að bankar mega ekki vera of stórir.

Í gær þá ákvað Seðlabanki Bandaríkjanna að hækka stýrivexti um fjórðung úr prósenti og kom þeim þar með yfir 5 prósenta múrinn. Það hefur aðeins gerst einu sinni á þessari öld, en var vel þekkt á öldinni þar á undan. Út frá reynslunni þá er óskynsamlegt að ætla að stýrivextir séu bara að kíkja snögglega yfir múrinn. Skynsamlegra væri að telja að þeir muni vera yfir markinu um nokkra hríð. 

Samhliða ákvörðun sinni í dag þá gaf bankinn út yfirlýsingu sem innihélt mildara orðalag en fyrir mánuði síðan. Núna segist bankinn ekki endilega sjá það fyrir sér (anticipate) að vextir verði hækkaðir í júní heldur muni nýjar hagtölur varða framhaldið. Á blaðamannafundi í dag þá var þessi afstaða endurtekin um leið og blaðamenn voru minntir á að síðan árið 2021 hafi verðbólga komið nokkrum sinnum niður bara til að hækka aftur.  

Umræðan vestra þessa dagana snýst ekki bara um sársaukafulla verðbólgu heldur einnig um hvort skuldaþak ríkisins þurfi að hækka. Og hvort kerfislægur bankavandi sé til staðar. Í því sambandi þá er hægt að segja að umræða um skuldaþakið getið slegið á efnahagsumsvifin og þannig minnkað þrýsting á vexti. Á móti kemur að verði fordæmalaust greiðslufall hjá bandaríska ríkinu að þá muni það snarhækka áhættustigið og vexti í veröldinni þar með.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Stóru hákarlarnir gleypa þannig smáfiskana með sporði og haus undir handarjaðri Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna.

Það sama á við um spurninguna hvort kerfislægur bankavandi sé til staðar. Síðan sú umræða hófst þá hafa fjórir svæðisbundnir bankar fallið og einn í Sviss. Núna er það að gerast að bankar sem sagðir eru „to big to fail“ hafa stækkað vegna yfirtöku á föllnu bönkunum. Stóru hákarlarnir gleypa þannig smáfiskana með sporði og haus undir handarjaðri Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna. Þróunin gengur gegn stefnunni um að bankar mega ekki vera of stórir.

Frá því að ég setti fram hagspá hér á Miðjunni um mitt ár 2020 þá hef ég ekki séð ástæðu til að breyta afstöðu minni til þess hvort verðbólga stefni suður frekar en norður. Þrýstingurinn er einfaldlega á Norðurpólinn, enn sem komið er! Undirliggjandi verðbólga hefur hingað til sýnt að hún er sauðþrjósk og grafið fæturnar í svörðinn sér til stuðnings. Þetta á jafnt við um Ísland sem og stóru hagkerfin. Í nýlegri grein þá spurði ég hvort verðbólga væri aftur á uppleið? Svar mitt var já og síðan þá hafa komið fram nýjar upplýsingar sem herða mig í þeirri afstöðu að sinni.

Þar vegur hæst að vinnumarkaðurinn er uppspenntur og nýráðningar eru langt fyrir ofan allar væntingar. Síðustu þrjá mánuði þá hafa til dæmis meira en 1,1 milljón starfa skapast við aðstæður þar sem atvinnuleysi er við söguleg lágmörk. Í gær þá komu út nýjar ADP vinnutölur sem voru tvöfalt hærri en væntingar voru um. Tölurnar þykja góður mælikvarði fyrir spennuna á vinnumarkaðnum og hvernig „Non Farm Payroll“ vinnutölurnar koma til með að líta út á morgun.

Í þessu samhengi er áhugavert að horfa til þessa að sólgni neytenda í Bandaríkjunum eftir því að snæða á veitingahúsum hefur dregist saman en á móti er að fjárhæð tékkans er á uppleið. Sem sagt, þeir sem borða úti eru tilbúnir að eyða meiru en fyrir skömmu síðan. Þetta er svona skamms tíma pæling enda er ég farin að horfa skemur fram í tímann en ég hef áður gert vegna þess að vendipunktur verðbólgunnar gæti verið nærri. Ég dreg þetta fram því að von er á þessum atvinnutölum sem ég minntist á. Þó færri veitingaborð séu uppseld þá er hvert borð að gefa meira af sér. Og það heldur atvinnu upp í veitingageiranum og öðrum þjónustugreinum þeim tengdum.

Samt mun fyrri hækkun þurfa að pumpast út úr dælum áður nýjar verðlækkanir hafa áhrif. Og svo er það framhaldið, hvað gerir Pútín næst? Það hefur áhrif á orkuverðið.

Eins og ég hef áður sagt þá hækkaði olía skart frá miðjum mars og þar til í síðust viku, en síðustu tvo virka daga þá hefur verðið á olíutunnunni kom hratt niður. Þar spilar ýmislegt inn í eins og heitara veður. Samt mun fyrri hækkun þurfa að pumpast út úr dælum áður nýjar verðlækkanir hafa áhrif. Og svo er það framhaldið, hvað gerir Pútín næst? Það hefur áhrif á orkuverðið. Einnig má benda á að ofan á annað þá eru miklir þurrkar að herja á Katalóníu á Spáni, en þar er talsvert af fæðu framleidd fyrir Evrópu. Framboðsbrestur er vaxandi og af öðrum toga en fyrir 2 árum. Bygging nýrra heimila í Bandaríkjunum hefur einnig verið hraustleg sem sýnir að sláttur er á byggingamarkaðnum þrátt fyrir hækkandi vexti. 

Hefði ég setið í peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna þá hefði ég greitt atkvæði á móti því að taka út orðalagið „anticipate“ út úr yfirlýsingu bankans því ég tel að nefndarmenn hafi látið vonir um betri verðbólgutíð ná tökum á sér á kostnað ískalds stöðumats. Ég tel skynsamlegt að bíða og sjá hvernig sumarið spilar út án þess að ég vilji hljóma hrokafullur í garð þeirra sem í umræddri nefnd sitja.

Ég var ánægður með Jeremy Powel seðlabankastjóra Bandaríkjamanna í dag. Hann viðurkenndi að hafa gert fleiri en ein mistök í peningamálastjórninni. Einlæg afstaða Jeremys er öndverð á við hegðun seðlabankastjóra Íslands. Hann hefur aldrei gengist við djúpstæðum axarsköftum sínum eins og ég hef margsinnis rakið. Aukreitis þá hefur sá íslenski verið staðinn að ólöglegu markaðssamráði og ritþjófnaði. Eða eigum við að kalla það „ritmissagnir“?

Fram undan er aftur á móti tækifæri fyrir Ísland því skipunartími núverandi seðlabankastjóra rennur út á næsta ári? Þá má ekki endurtaka mistökin frá árinu 2019.  Landið hefur ekki efni á því!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: