- Advertisement -

Er Dagur borgarstjóri að ræna æviárum?

Ég legg til að Dagur opni læknaskrifstofu í bragganum niður við Nauthólsvíkina.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ef við skoðum eina af mörgum aukaverkunum óhefts tekju- og eignaójöfnuðar þá sýna nýlegar rannsóknir að karlmaður í Bandaríkjunum sem tilheyrir ríkasta eina prósentinu lifir að jafnaði 15 árum lengur en sá sem situr á botninum. Kona úr efsta laginu lifir síðan tíu árum lengur en sú fátækasta!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þannig að samfélagið græðir á því að beygja frá hægri öfgum og efla félagsauðinn!


Þetta sýnir að ríkasta tekjulagið er ekki bara að arðræna láglaunafólkið heldur rænir það einnig æviárum frá því og án viðurlaga.
Rannsóknir hafa sýnt að aukinn jöfnuður og virkara lýðræði bætir ekki einungis heilsu láglaunafólks og lengir líf þess heldur eflir það einnig hagvöxt. Þannig að samfélagið græðir á því að beygja frá hægri öfgum og efla félagsauðinn!


Núverandi borgarstjóri hann Dagur B Eggertsson skilur ekki þetta samhengi. Hann berst af hörku gegn réttmætum launakröfum láglaunakvenna hjá borginni sem ekki ná endum saman. Samkvæmt hans eigin upplýsingum þá býður borgin ófaglærðri konu sem vinnur á leikskóla 350.000 krónur í ráðstöfunartekjur við lok samningstímans eftir nokkur ár. Takið eftir, ekki í dag heldur eftir nokkur ár! Allir vita að ekki er hægt að ná endum saman með þessar ráðstöfunartekjur. Dæmið lítur illa út fyrir einstæðing í uppsprengdu leiguhúsnæði. Samt segir Dagur að hann sé að spila gott mót gegn láglaunafólki.


Borgarstjórinn er farinn að þvælast fyrir auknum jöfnuði og meiri hagvexti í landinu! Það er kominn tími til að hann víki sæti og hleypi öðrum að til að stjórna borginni. Ég legg til að Dagur opni læknaskrifstofu í bragganum niður við Nauthólsvíkina þar sem bragginn stendur ónotaður eftir endurbætur upp á skrilljónir. Leiguverðið verður það hæsta í bænum. Þannig fær Dagur að kynnast eigin meðulum. Hann getur síðan reynt að standa á eigin fótum við aðstæður sem hann hefur tekið þátt í að skapa. Já, og á launum sem eru vel undir milljón á mánuði og kannski verða til ráðstöfunar 350.000 krónur sem hann er að bjóða láglaunakonunum. Gangi þér vel Dagur á nýju vettvangi þar sem þú getur nýtt menntun þína!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: