Greinar

Er fylgishrunið vegna Katrínar eða þrátt fyrir Katrínu?

By Miðjan

December 09, 2023

Stjórnmál Orri Páll Ormarsson Moggamaður skrifar í Mogga morgundagsins ný nálgun á aumri stöðu Vinstri grænna.

„Maður hall­ast að því að fylg­is­hrun VG sé þrátt fyr­ir Katrínu Jak­obs­dótt­ur en ekki út af henni. Væri flokk­ur­inn ekki bara að þvæl­ast í ein­hverj­um 2% án henn­ar? Segið þið mér! Og hvað ef hún seg­ir fyr­ir næstu kosn­ing­ar: „Hey, krakk­ar. Ég nenni þessu ekki leng­ur og er far­in upp í sum­ar­bú­stað að skrifa glæpa­sög­ur!“ Eða þá að hún sæk­ist eft­ir því að flytja lög­heim­ili sitt að Bessa­stöðum. Yrði VG þá á vet­ur setj­andi? Hver ætti að taka við flokkn­um? Hvala-Svandís?

Er ekki lík­leg­ast að fylgið hrökkvi nú af flokkn­um vegna óánægju í gras­rót­inni með hlut hans í stjórn­ar­sam­starf­inu? Að menn sjái það svo að VG hafi al­farið lent und­ir stóru bræðrum sín­um tveim­ur.

Já, þetta fylg­is­hrun VG eru stór­merki­leg póli­tísk tíðindi. Er draum­ur vinstrimanna um einn stór­an og sam­einaðan flokk á sín­um enda áss­ins loks­ins að verða að veru­leika? Eins og stefnt var að um síðustu alda­mót.“

Kannski er fylgishrunið þrátt fyrir Katrínu. Ekki hennar vegna. Þetta er ný nálgun og forvitnileg. Grein Orra Páls er lengri en tilvitnunin hér að ofan.