- Advertisement -

Er heilbrigðisráðherra að biðja um þetta?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Er nú svo komið að yfir 14 milljónir manna komast ekki til vinnu. Það er rúmlega 3 prósent alls vinnuafls í Bandaríkjunum. Þessar aðstæður hafa örvað verðbólguna þar vestra og er hún komin í hæðir sem sáust síðast fyrir 40 árum.

Ástæður þess að of margir komast ekki til vinnu í Bandaríkjunum á kóvít-19 tímum eru að börn og unglingar komast ekki í skóla vegna sóttvarna eða að viðkomandi er sjálfur veikur, smitaður eða þarf að annast einhvern nákominn sem er veikur af veirunni. Myndin sem fylgir er fengin að láni hjá WSJ og sýnir fjölda þeirra sem komast ekki til vinnu vegna ástæðnanna. Mikil aukning hefur orðið  samhliða auknum tilslökunum á sviði sóttvarna að undanförnu. Er nú svo komið að yfir 14 milljónir manna komast ekki til vinnu. Það er rúmlega 3 prósent alls vinnuafls í Bandaríkjunum. Þessar aðstæður hafa örvað verðbólguna þar vestra og er hún komin í hæðir sem sáust síðast fyrir 40 árum.

Stökkið sýnir að það er þjóðhagslega dýrt að fara sér óðslega og því verður að spyrja hvort núverandi heilbrigðisráðherra og ríkisstjórn hafi látið reikna kostnaðinn út við að fara í eins miklar tilslakanir og raun ber vitni. Það varðar almannahagsmuni að kostnaðurinn sé reiknaður og niðurstöðurnar birtar opinberlega. Sjálfur hef ég ekki heyrt af neinum útreikningum og hygg að menn séu að skjóta sig í fótinn í þjónkun við þrönga sérhagsmuni samanber myndin.

Ef sambærileg þróun mun eiga sér stað á Íslandi þá er betur heima setið en af stað farið því það getur orðið erfitt fyrir fyrirtæki og stofnanir að halda venjubundinni starfsemi úti. Skortur getur orðið á vinnuafli. Það dregur bæði landsframleiðsluna niður og hvetur verðbólgu áfram, sem nú þegar er orðin vandamál. Þetta er eitraður efnahagskokteill. Það virðist sem heilbrigðisráðherra sleiki bara sinn kapítaliska vísifingur, setji hann á loft til að gá til veðurs og taki síðan stórar ákvarðanir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: