
Jóhann Þorvarðarson skrifar:
Sjálfur tel ég að uppi sé tilefni að Jakob Frímann segi af sér þingmennsku enda ástunda Rússar þjóðarmorð á Úkraínumönnum af sama mætti og Adolf Hitler gerði gagnvart gyðingum!
Orgelleikarinn Jakob Frímann var í sögulegu viðtali hjá Ólafi Arnarssyni á Eyjunni. Hann hefur efasemdir um að manndráp Rússa í Úkraínu eigi að hafa áhrif á Íslandi. Stríð sem hann gerir lítið úr og kallar skylmingar í gömlu Sovétríkjunum.
Ég vona að sem flestir hlusti á viðtalið því á ferðinni eru tímamót í sögu Flokk fólksins og Alþingis Íslendinga. Gera verður þá kröfu að Jakob Frímann hugsi sinn gang og biðji Úkraínumenn afsökunar á að kalla mannfallið í Úkraínu skylmingar, sem eigi ekki að hafa áhrif á Íslandi. Sjálfur tel ég að uppi sé tilefni að Jakob Frímann segi af sér þingmennsku enda ástunda Rússar þjóðarmorð á Úkraínumönnum af sama mætti og Adolf Hitler gerði gagnvart gyðingum! Aukinheldur, þá eru Rússar að vega að lýðræðinu, eitthvað sem þingmaðurinn ætti að hugleiða um leið og hann skrifar afsagnarbréfið. Íslendingar verða að standa vörð um elsta Alþingi veraldar og tilveru lýðræðisríkja.