- Advertisement -

Er nauðgun æðri lýðræðinu?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Nýjar kosningar verða að fara fram á landinu öllu því annars er búið að taka fyrstu skóflustunguna að gröf íslensks lýðræðis.

Skil ekki hvað er svona flókið varðandi kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Lögbrjóturinn Ingi Tryggvason er búinn að gangast við eigin glæp. Í þokkabót þá þandi hann gúl í fjölmiðlum og gerði lítið úr öllu. Öll yfirkjörstjórn í Norðvestur baðst síðan afsökunar á hegðun Inga. Trakteringarnar í Borgarnesi breyttu niðurstöðum kosninganna, vilji almennings fékk ekki framgang. Þingið verður því ranglega skipað nema kosið verði að nýju.

Ég vil kalla hegðun Inga ekkert minna en lýðræðisnauðgun. Veldur hún til dæmis því að ef stuðst er við ólöglega talningu þá heldur klausturdóninn Bergþór Ólason þingsæti og það hjálpar Sjálfstæðisflokknum. Bergþór þykist vera Miðflokksmaður, en hann var lengi í Sjálfstæðisflokknum og hefur aldrei losnað við sjallastimpilinn.

Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar ætlar sér marga fundi til að komast að hinu augljósa, sem er að taka verður afstöðu með lýðræðinu gegn  lýðræðisnauðguninni. Segja ekki allir nei við nauðgun eða ætla sumir þingmenn að samþykkja ofbeldið með útúrsnúningum. Trúverðugleiki Stjórnarskrárinnar er undir. Nýjar kosningar verða að fara fram á landinu öllu því annars er búið að taka fyrstu skóflustunguna að gröf íslensks lýðræðis. Hér duga engin vettlingatök.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: