- Advertisement -

Er ofþensla?

Jóhann Þorvarðarson:

Verðbólgan er aftur á móti miklu meiri í dag eða 10 prósent samanborið við um rúm 3 prósent á árinu 2018. Tómt mál er því að rekja ríkjandi verðbólguvanda til meintrar ofþenslu á Íslandi.

Reglulegt álit Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, kom út níunda maí, gengur út frá því að íslenska hagkerfið sé í ofþenslu og það viðhaldi hárri verðbólgu. Sjóðurinn rökstyður ekki mál sitt heldur tekur því sem gefnu að þarna sé orsakasamhengi á milli við núverandi aðstæður. Ég hnaut um þetta því ég hef verið á annarri skoðun og tel hagkerfið ekki of heitt.  

Hagvöxtur á síðasta ári var til að mynda mikill í sögulegu samhengi eða meira en 6 prósent, en hafa verður í huga að hagkerfið var að koma úr lágri stöðu vegna heimsfaraldursins. Það er því nauðsynlegt að bera ganginn í hagkerfinu núna saman við síðasta árið fyrir heimsfaraldurinn þegar hraðinn var sem mestur. Og þá verður árið 2018 fyrir valinu. Á því ári þá var hagvöxturinn 5 prósent og fjöldi ferðamanna toppaði í 2,3 milljónum ferðamanna.   

Út frá þessum samanburðarpunkti þá stækkaði íslenska hagkerfið um 5 prósent að raungildi á síðasta ári eða um 1,25 prósent á ári frá því 2018. Það er engin ofrausn. Atvinnuleysi á árinu 2022 var síðan að jafnaði 4 prósent á meðan það var 2,4 prósent á árinu 2018 samkvæmt Vinnumálastofnun. Og hvað yfirstandandi ár varðar þá hefur atvinnuleysi legið í 3,5 prósentum. Þannig að atvinnuleysistölur endurspegla ekki ofþenslu þó vissulega sé sláttur á hagkerfinu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Efnahagur:

Einkaneysla jókst um rúm 14 prósent í fyrra í samanburði við árið 2018 eða um 3,5 prósent á ári á meðan einkaneysla jókst um 26 prósent árið 2018, eða 6,5 prósent árlega, yfir fjögurra ára tímabil.

Þegar kemur að fjárfestingu þá jókst hún um rúm 4 prósent á síðasta ári samanborið við árið 2018 eftir að hafa minnkað 3 ár í röð. Fjárfesting á árinu 2018 jókst aftur á móti um 62 prósent miðað við árið 2014 eða á fjögurra ára tímabili eins og við erum að skoða. Einkaneysla jókst um rúm 14 prósent í fyrra í samanburði við árið 2018 eða um 3,5 prósent á ári á meðan einkaneysla jókst um 26 prósent árið 2018, eða 6,5 prósent árlega, yfir fjögurra ára tímabil.

Og þá er það kaupmáttur ráðstöfunartekna, en hann minnkaði á síðasta ári um tæplega 1,7 prósent á meðan hann jókst um 6 prósent á árinu 2018. Ef við skoðum aðdraganda áranna sem um ræðir þá jókst kaupmátturinn miklu meira í upptakti ársins 2018 en fyrir árið 2022.

Þannig að árið 2022 er eftirbátur ársins 2018 þegar kemur að hagrænum vaxtarverkjum. Verðbólgan er aftur á móti miklu meiri í dag eða 10 prósent samanborið við um rúm 3 prósent á árinu 2018. Tómt mál er því að rekja ríkjandi verðbólguvanda til meintrar ofþenslu á Íslandi. Upptök bólgunnar eru af öðrum rótum eins og rakið hefur verið hér á Miðjunni.

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn, að eigin sögn, eyddi miklum tíma í að ræða stöðu mála við Seðlabanka Íslands, en bankinn hefur orðið uppvís af því að koma með undarlegar ábendingar um uppsprettu verðbólgunnar. Hver man til dæmis ekki eftir tásumyndum landans frá ströndum Tenerife, en þær fóru í fínustu taugar seðlabankastjóra. Kannski ruglaði myndasýning stjórans sjóðinn í ríminu með þeim afleiðingum að hann telur ranglega að hagkerfið sé á yfirsnúningi.

Önnur eins vitleysa er ekki ný af nálinni hjá Seðlabanka Íslands eins og þegar bankinn sagði að vextir væru komnir til með að vera lágir. Í dag þá eru þeir hvergi hærri í samanburði við nágranna okkar og á leiðinni að himinskautum. Nú hefur Seðlabankastjóra tekist að gera eigin vitleysu að útflutningsvöru og má finna hana í hillum verslana í Washingtonborg þar sem sjóðurinn er með höfuðstöðvarnar. Þar má einnig finna önnur afrek seðlabankastjóra eins og til dæmis bók og hrunaskýrslu sem er uppfullt af ritstuld. Já, ekki er öll vitleysan eins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: