- Advertisement -

Er ríkisstjórnin úr tengslum?

Hverju sætir þessi mismunun milli ólíkra launahópa hjá ríkinu?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Nú hefur fjármálaráðherra, hann Bjarni Ben, upplýst að ríkisforstjórar hafi hækkað um 25% í launum að jafnaði á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hafa laun annarra háskólamanna hjá ríkinu farið upp um 7% að jafnaði. Svona rétt slefar yfir þróun verðbólgunnar á tímabilinu. Á sama tíma er raunhækkun forstjóranna um 20%.

Fjármálaráðherra, hann Bjarni Ben, vísar allri ábyrgð frá sér og á stjórnir fyrirtækjanna. Svona eins og að hann ráði sjálfur engu þó hann sé ábyrgur fyrir sjálfum ríkissjóði. Þetta leggst ekki saman og eftir höfðinu dansa limirnir. Það er nú bara þannig að það er ríkisstjórnin sem markar stefnuna og skipar stjórnirnar.

Áhugaleysi og meint ábyrgðarleysi fjármálaráðherrans í málinu vekur athygli .

Áhugaleysi og meint ábyrgðarleysi fjármálaráðherrans í málinu vekur athygli ef menn vilja bara aðeins rifja upp nýlegar kjaradeilur hjúkrunarfræðinga. Þá vantaði ekki ákveðnina og stefnufestuna hjá Bjarna Ben gegn þessari kvennastétt. Svo fastur var hann fyrir að kjaradeilan endaði í gerðardóm. Já, hann var greinilega á spínatkúr á þeim tíma.

Hverju sætir þessi mismunun milli ólíkra launahópa hjá ríkinu? Eru sumir jafnari en aðrir eins og í sögunni Animal Farm. Og hvað ætlar ráðherrann að gera núna þegar samningum við BHM er ólokið. Á að misbjóða þessum hópi aftur með hækkun upp á smáögn?


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: