- Advertisement -

Er Sigurður Ingi með óráði, aftur?

Ef Ísland yrði rekið úr EES þá myndu lífskjör í landinu hraka hratt, mjög hratt!

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

 Fyrir ekki svo löngu ítrekaði Sigurður Ingi stefnu Framsóknarflokksins um að úthluta ætti fiskveiðiauðlind þjóðarinnar til 23 ára í senn. Þetta er sama og að gefa aðlinum kvótann. Á Alþingi í dag sagðist drumburinn vilja taka upp tolla á innflutt matvæli. Það er brot á samningnum um Evrópska Efnahagssvæðið og mun valda því að Ísland verður rekið úr félagsskap EES landa.

EES samningurinn hefur fært þjóðinni ótvírætt mikla hagsæld, fjölbreytt vöruval og lægra vöruverð. Ef Ísland yrði rekið úr EES þá myndu lífskjör í landinu hraka hratt, mjög hratt!

Þú gætir haft áhuga á þessum

Uppi eru vonir um að ferðaþjónustan nái fyrri hæðum eftir kórónuveiruna. Frumforsenda fyrir því er áframhaldandi aðild að EES. Samningurinn hefur fært okkur margan ferðamanninn vegna þess að auðvelt og ódýrt er að ferðast milli EES landa. Þessu vill formaður Framsóknar fórna og einangra þjóðina. Það er löngu kominn tími á að Sigurður Ing taki sér frí frá stjórnmálum og vinsamlegast snúi aldrei til baka.Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: