- Advertisement -

„Er stefna ríkisstjórnarinnar, eitthvað samkomulag við ríkisstjórn Trump?“

Gunnar Smári skrifar:

Það er mikill munur á milli landsvæða þegar kemur að veitingu verndar og mannúðarleyfa á Íslandi. Berum saman Suður-Afríku (Venesúela, Kólumbíu, Panama, Perú, Chile og Hondúras) og Norður-Afríku, Miðausturlönd og hluta Austurlanda nær (Sýrland, Írak, Íran, Líbýu, Afganistan, Pakistan, Líbanon, Tyrkland, Jemen, Óman, Egyptaland, Túnis, Alsír og Marokkó). Svo til sami fjöldi fólks fékk hæli á Íslandi, 297 frá Suður-Ameríku og 296 frá löndum múslima.

Fjöldi alþjóðlegra skráðra flóttamanna í Suður-Ameríkulöndunum var hins vegar aðeins 3% af flóttamönnum frá hinum löndunum, 312 þúsund á móti 12,2 milljónum. Ef þú er flóttamaður frá Suður-Ameríku er 33sinnum líklegra að þú fáir hæli en ef þú er flóttamaður frá Norður-Afríku, Miðausturlöndum eða Austurlöndum nær. Hverju sætir þetta? Er þetta stefna ríkisstjórnarinnar, eitthvað samkomulag við ríkisstjórn Trump? Eða sýnir þetta fordóma Útlendingastofnunar gagnvart fólki frá löndum Islam?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: