Greinar

Er þetta allt réttlætið Katrín?

By Miðjan

November 16, 2020

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, skrifar ágæta grein í Mogga dagsins. Þar bendir hún Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra á að enn sé beðið réttlætis.

Þuríður Harpa segir Katrínu  hafa komið sér upp „ríkissvari“. „Katrín tal­ar gjarn­an fyrst um lækk­un tekju­skatts,“ skrifar Þuríður Harpa, og svo: „Því miður er lækk­un­in þannig að þegar tekj­ur fara niður fyr­ir 300 þúsund krón­ur, eru áhrif henn­ar nán­ast horf­in. Fyr­ir ör­yrkja, sem fær fyr­ir skatt 265 þúsund og ein­hverj­ar krón­ur, fær­ir skatta­lækk­un­in hon­um 2.951 krónu í aukn­ar ráðstöf­un­ar­tekj­ur á mánuði. Þess­ar upp­hæðir eiga við nú eft­ir ára­mót, þegar skatta­lækk­un­in hef­ur komið að fullu til fram­kvæmda, og ör­orku­líf­eyr­ir hækkað um 3,6%. Til að setja þessa tölu í sam­hengi er rétt að benda á að nú um stund­ir aug­lýs­ir veit­ingastaður nokk­ur sér­stakt til­boð, stór pizza og tveir lítr­ar af gosi á 2.900.“

Hér er önnur tilvitnun í grein formanns Öryrkjabandalagsins: „Ráðherra nefn­ir að skerðing krónu á móti krónu hafi verið minnkuð í 65 aura gegn hverri krónu. Það er ör­yrki, sem nýt­ur ein­hverra at­vinnu­tekna, fær þá heila 35 aura af hverri krónu sem hann vinn­ur sér inn. En for­sæt­is­ráðherra er ánægður með ár­ang­ur­inn. Rétt er hér að minna á að öll viðmiðun­ar­mörk í al­manna­trygg­inga­kerf­inu, frí­tekju­mörk og eignarmörk, hafa verið óbreytt í 10 ár. Frí­tekju­mörk sem eiga að tryggja að eitt­hvað af tekj­um sem ör­yrkj­ar vinna sér inn sitji eft­ir, ættu að hafa tvö­fald­ast ef þau hefðu fylgt launaþróun. Af­leiðing­in er því í raun enn harðari skerðing­ar en voru þegar króna á móti krónu var komið á árið 2010. For­sæt­is­ráðherra er vart ánægður með þann ár­ang­ur.“

Er nema von að Katrín sé enn og aftur minnt á eigin orð um að ekki sé hægt að ætla fólkinu að bíða lengur eftir réttlætinu.