
Jóhann Þorvarðarson:
Ekki verður hjá því komist að spyrja hvort Róberti skorti tiltrú og traust hjá bandarískum yfirvöldum. Ýmsir fjárfestar, og þar með talið lífeyrissjóðir á Íslandi, virðast þó hafa tröllatrú á Róberti.
Þegar sérleyfið til framleiðslu OxyContin rann út í Bandaríkjunum árið 2004 með dómsúrskurði stukku önnur lyfjafyrirtæki á vagninn og hófu sölu á samheitalyfjum sem innihélt oxycodone eða hydrocodone efnið af miklum móð. Þar voru þrjú lyfjafyrirtæki stórtækust: Actavis Group, Par Pharmaceutical og SpecGx.
Á sínum tíma var Actavis Group að mestu í eigu Novators, fjárfestingarfyrirtæki Björgólfs Thors, og Róberts Wessmans núverandi forstjóra Alvotech.
Samkvæmt opinberum upplýsingum frá Bandaríkjunum þá voru á árunum 2006-2012 seldar 76 milljarðar oxycodone pillur og voru SpecGx og Actavis stórtækust. Bandaríska lyfjaeftirlitið (DEA) setti sig í samband við forráðamenn Actavis árið 2012 til að fá fyrirtækið til að draga úr sölu á þessu verkjalyfi. Beiðninni var hafnað samkvæmt fréttum.
Árið 2012 voru yfirmenn Actavis færðir til yfirheyrslu.
Actavis náði fótfestu í Bandaríkjunum með því að kaupa tvö lítil lyfjafyrirtæki árið 2005. Annað þeirra var þá þegar komið með leyfi til framleiðslu og sölu á samheitalyfi sem innihélt oxycodone og hitt með leyfi fyrir lyfi sem innihélt hydrocodone. Samkvæmt tilkynningu frá Actavis áttu þessar fjárfestingar að örva vöxt og tekjustreymi fyrirtækisins. Það gekk eftir.
Árið 2012 voru Actavis og SpecGx orðin söluhæstu fyrirtækin á þessu sviði í Bandaríkjunum. Bandaríska lyfjaeftirlitið kortlagði sölu Actavis og beindist kastljósið að Flórída þar sem 11 dauðsföll voru á dag vegna ofneyslu lyfjanna. Árið 2012 voru yfirmenn Actavis færðir til yfirheyrslu. Á 30 mánaða tímabili hafði Actavis selt hvorki meira né minna en 240.000 milljónir pilla til suður Flórída. Þetta var meira magn en Actavis hafði selt til allra annarra fylkja Bandaríkjanna samtals á sama tíma. Lesandinn getur dregið eigin ályktanir hvað hér er í gangi.
Bæði Actavis og SpecGX höfðu fengið viðvaranir að vera ekki með nægilega öfluga verkferla sem kæmu auga á óeðlilegar pantanir. Hvorugt fyrirtækið brást við tilmælum um að gera þarna bragarbætur. Árið 2012 var Actavis Group selt bandaríska lyfjarisanum Watson fyrir 700 milljarða. Stór hluti söluandvirðisins fór til fyrirtækis Björgólfs Thors sem hafði áður keypt Róbert Wessmann út. Svo má geta þess að seðlabankastjórinn hann Ásgeir Jónsson hefur lýst því yfir opinberlega að Actavis sé einn af ljósu punktum íslensku útrásarinnar.
Fyrr má nú rota en dauðrota og augljóst að þetta fyrirtæki ætlar ekki að sýna samfélagslega ábyrgð.
Þessi saga, sem ég fjallaði um hér á Miðjunni árið 2019, rifjaðist upp nú þegar sagðar eru fréttir af því að lyfjafyrirtækið Mallinckrodt hugi að því að óska eftir gjaldþrotameðferð eða að hluti samstæðunnar fari í þrot. Vill fyrirtækið sæta lagi til að komast hjá greiðslu skaðabóta til fórnarlamba, sem neyttu verkjalyfja frá fyrirtækinu sem innihélt hin skæðu efni. Fyrr má nú rota en dauðrota og augljóst að þetta fyrirtæki ætlar ekki að sýna samfélagslega ábyrgð. Um er að ræða bætur upp á 135 þúsund milljarða króna.
Í framhaldi af upprifjuninni þá spurði ég sjálfan mig hvort að þessi forsaga Róberts Wessmans í Bandaríkjunum hindri að Alvotech komist inn á neytendamarkað með meint gullnámu gigtarlyf sitt og hvort það muni yfir höfuð takast? Ekki verður hjá því komist að spyrja hvort Róberti skorti tiltrú og traust hjá bandarískum yfirvöldum. Ýmsir fjárfestar, og þar með talið lífeyrissjóðir á Íslandi, virðast þó hafa tröllatrú á Róberti.