- Advertisement -

Er þetta trúverðug tjáning?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Er þetta yfirlýsing að Vinstri græn ætli ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar fáist tækifæri til ríkisstjórnarsetu.

Athyglisvert er að lesa tjáningu Katrínar Jak á beinni línu eigin Fésbókarsíðu í dag þegar hún sagði að mjög vel komi til greina að koma á þrepaskiptri skattlagningu fjármagnstekna. Þá er spurningin þessi hvernig ætlar hún að gera það í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Því það sýndi sig nefnilega á kjörtímabilinu að blái flokkurinn vill að heimilt verði að draga verðbólgu frá fjármagnstekjum. Það myndi hafa þau áhrif að í venjulegu árferði yrði raunskattur peningatekna aldrei meiri en 13,7 prósent þegar sjálft nafnskatthlutfallið er 22 prósent eins og það er í dag.

Hvernig ber að túlka orð Katrínar. Er þetta yfirlýsing að Vinstri græn ætli ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar fáist tækifæri til ríkisstjórnarsetu. Eða er Katrín kominn í kosningarkjólinn og á atkvæðaveiðar. Skiptir hún um kúrs eftir kosningar? Við skulum ekki gleyma hennar eigin orðum í þessu samhengi að henni þyki Sjálfstæðisflokkurinn frábær í samstarfi. Þannig að fari Vinstri græn í ríkisstjórn með bláu höndinni þá verður engu þrepaskiptu fjármagnstekjuskattskerfi komið á. Það er jafn öruggt og að sólin kemur aftur upp á morgun.

Í ýmsum greinum mínum á Miðjunni þá hef ég talað um þetta raunskatthlutfall sem ég nefni að ofan, en staðreyndin er sú að barátta Sjálfstæðisflokksins um að heimila frádrátt verðbólgu frá fjármagnstekjum náði ekki í gegn síðastliðið haust. Bið ég velvirðingar á því að hafa ekki tekið tillit til þess, en líta bera á skrif mín sem framtíðarsýn fái Sjálfstæðisflokkurinn sitt í gegn að lokum. Ég á í engum vandræðum með að biðjast afsökunar á ónákvæmni eða villu enda ekki haldin mótþróaröskun ólíkt forsætisráðherra.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: