- Advertisement -

Er þráhyggja Sigurðar orðin að einelti?

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Opinber gögn sýna nefnilega að nægt framboð er af lóðum í borginni, en það breytir engu fyrir Sigurð.

Hegðun framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins er farin að líkjast einelti. Hann virðist hafa fátt annað fyrir stafni en að ráðast að borgarstjóra Reykjavíkur. Stígur reglulega fram í miðlum Sjálfstæðisflokksins og endurtekur staðleysu um lóðaskort í Reykjavík. Opinber gögn sýna nefnilega að nægt framboð er af lóðum í borginni, en það breytir engu fyrir Sigurð. Hann endurtekur eigin rangfærslur eins og enginn sé morgundagurinn. Meira að segja byggingarverktakar sem borga Sigurði laun eru ósammála honum.

Ef blaðafyrirsagnir frá árinu 2018 og 2019 eru skoðaðar þá má finna blaðsíðubreiðar yfirlýsingar eins og „Offramboð af íbúðum“ eða þessa „Hafa áhyggjur af offramboði íbúða“ og þessa „Telja hættu á offramboði nýrra íbúða“. Síðan segir í Hagsjá Landsbankans „Verður byggt allt of mikið, einu sinni enn?“.

Viðhorfið endurspeglaðist í litlum byggingarvilja verktaka, sem hófu að endurgreiða nýframkvæmdarlán af jötunmóð. Svo kröftuglega að nettó lán banka til nýbygginga hefur að jafnaði ekki verið nema 133 milljónir króna á mánuði undanfarin misseri. Það er nálægt því að vera ekkert miðað við stærð hagkerfisins. Samhliða þessu þá jók Seðlabankinn útlánagetu bankakerfisins um 350 milljarða króna í upphafi kóvit-19 og lækkaði vexti. Það hafði engin áhrif á byggingarvilja verktaka og bankarnir voru ekki að þenja sig.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: