- Advertisement -

Er verðbólga aftur á uppleið?

Jóhann Þorvarðarson:

Það er því nauðsynlegt fyrir þá sem láta þetta mál sig varða að fylgjast vel með því Seðlabanki Bandaríkjanna er tilbúinn að hækka vexti enn frekar, en þeir liggja nú í 5 prósentum.

Í ríkjandi uppstreymi verðbólgunnar þá toppaði bandaríska bólgan í 9,1 prósenti í júní á síðasta ári og hefur síðan komið niður í 5 prósent samkvæmt nýjasta álestri verðbólgumæla. Að baki árangrinum eru einkum 5 þættir. Olíuverð lækkaði hratt, hækkun íbúðaverðs fór úr því að vera 19 prósent milli áranna 2021 og 2022 og niður í 4 prósent síðustu 12 mánuði, hærri vextir, minnkandi áhrif örvunaraðgerða vegna kóvít-19 og betri staða vöruflutninga. Nú eru aftur á móti uppi vísbendingar um að verðbólgan gæti hækkað á ný.

Síðan um miðjan mars þá hefur verð á olíutunnu beggja vegna Atlantsáls hækkað um meira en 20 prósent og íbúðarverð hækkaði um 0.6 prósent í febrúar eða helmingi meira en var í hverjum mánuði árið á undan. Við bætist að sala á nýju húsnæði jókst um 10 prósent í mars á sama tíma og markaðurinn var með væntingar um aðeins 1 prósent vöxt. Tífaldur munurinn færir markaðinn aftur upp í efsta hluta mánaðarlegra söluaukningar allt síðan árið 2008.

Vinnumarkaðurinn er enn uppspenntur með tilheyrandi þrýstingi á hærri laun svo það er skynsamlegt þegar þessir þættir allir eru vegnir saman að reikna frekar með því að verðbólga þar vestra geti hækkað á næstunni. Þetta á alveg sérstaklega vel við þar sem undirliggjandi verðbólga er hærri en almenni mælikvarðinn. Það er því nauðsynlegt fyrir þá sem láta þetta mál sig varða að fylgjast vel með því Seðlabanki Bandaríkjanna er tilbúinn að hækka vexti enn frekar, en þeir liggja nú í 5 prósentum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Það mun setja aukinn kerfislægan þrýsting á bankamarkaðinn enda hafa ýmsir minni lánastofnanir ekki náð að aðlaga sig því umhverfi að núllvaxtastefna er liðin undir lok og skuldabréf hafa því lækkað í verði á markaði. Það hefur bein áhrif á eignahlið efnahagsreikninga banka. Gjaldfært virðistap er farið að vera óbærilegt og kallar það á innkallanir á auknu öryggisfé til að vega lækkandi eigið fé upp. Ekki er lengur hægt að taka út úr gleðibankanum því partíið er búið. Glíma við timburmennina er mál dagsins því ekki er augljóst fararsnið á verðbólgumóra.  


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: