Heima er bezt

Erfiðara að eiga við þéttbýlisbúa

By Miðjan

January 17, 2018

Sprengisandur Sveinn Runólfsson landgræðsulstjóri var í viðtali, í Sprengisandi á Bylgjunni, í gær þar sem hann sagði til dæmis að Landgræðslan hafi aldrei, í samskiptum við sautján ráðherra, þurfi að þola ádrepu einsog frá Sigurði Inga Jóhannssyni, núverandi landbúnaðarráðherra.

Sveinn talaði einnig um hross og sagði að þau færu oft illa með landið.

„Verst er þegar þéttbýlisbúar setja stór hrossastóð á land, sem þeir þekkja kannski lítið. Það er öðruvísi þegar bændur, sem hafa alist upp á landi og þekkja það, þeim verður síður hætt á að ofgera landinu. Blessaðir þéttbýlisbúarnir, svo ég beri nú fulla virðingu fyrir þeim, þeir þekkja ekki landið og hafa ekki alist upp með því. Því miður er oft erfiðara að eiga við þá, og fá þá til úrbóta, heldur en bændurna. Bændur vilja ekki ofbeita land, þeir þekkja það. Ég er ekki að segja að þéttbýlisbúar vilji ofnýta landið en þeir kunna sér ekki hóf,“ sagði Sveinn.

Sveinn sagði að þá verði skemmdir á landinu, skemmdir sem ekkert ræðst við. „Samningar nást yfirleitt ekki.“