- Advertisement -

Eru menn óvitar eða bara svona gjörspilltir?

Það er löngu orðið tímabært að stokka upp dómstóla landsins.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Dómstólar landsins sýna þjóðinni reglulega að þar á bæjum bera sumir dómarara litla virðingu, ef þá nokkra, fyrir landslögum. Rétt tengslanet ræður augljóslega miklu um hvaða afgreiðslu menn fá hjá stólunum. Mörg eru dæmin sem sýna að hinir sömu umgangast landslög eins og um persónulega gólfþurrku sé að ræða. Það nýjasta kemur úr smiðju Hæstaréttar í máli þar sem málsaðilar eru Háskólinn í Reykjavík annars vegar og hins vegar Kristinn Sigurjónsson fyrrverandi lektor við skólann. 

Lektorinn fyrrverandi óskaði eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar og fékk synjun. Meðal dómara sem stóðu í vegi fyrir áfrýjunarleyfinu er Sigurður Tómas Magnússon, en hann er einnig launaður kennari við lagadeild skólans. Honum datt alls ekki í hug að hann væri vanhæfur vegna fjárhagslegra tengsla við annan málsaðilann. Eins og þjóð veit þá er það stjórnarskrár varinn réttur allra að fá málsmeðferð fyrir hlutlausum dómstól. Þá gengur ekki að dómari tengist öðrum málsaðilanum eða hafi mögulega harm að hefna. Synjun Hæstaréttar hefur verið felld úr gildi eftir að upp um komst að Sigurður Tómas hafi tekið þátt í afgreiðslu málsins. Það er löngu orðið tímabært að stokka upp dómstóla landsins. Þeir eiga að þjóna öllum landsmönnum, en ekki bara tilteknu tengslaneti.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: