- Advertisement -

Eru Þorsteinn Már í Samherja og Guðmundur í Brimi hetjur?

Þorsteinn í Samherja og Guðmundur í Brimi hetjur í sjávarútvegi

„Íslend­ing­ar glíma nú við áhrif eit­ur­lyfs­ins Afla­mark sem hef­ur þau áhrif að eyða sam­visk­unni og gera at­lögu að sál­inni,“ segir í grein sem Sveinbjörn Jónsson sjómaður skrifar og birt er í Mogganum í dag. Hann fjallar þar um sjávarútveg og íslenskar hetjur fyrr og nú.

Í síðari hluta greinarinnar segir:

„Við Íslend­ing­ar eig­um marg­ar hetj­ur í fortíð og nútíð og sjálfsagt er ég ekki einn um að dást að Agli Skalla­gríms­syni og Gunn­ari á Hlíðar­enda. Eins og all­ir vita voru þess­ir menn fjölda­morðingj­ar en það dreg­ur ekki úr aðdáun minni held­ur vor­kenni ég þeim líka vegna þess að ég veit að þeir voru mótaðir af samtíð sinni, hefðum og átrúnaði. Ég geri mér einnig grein fyr­ir að ef þeir hefðu ekki drepið fjölda manna hefðum við lík­lega ekki vitað af til­veru þeirra.

Íslend­ing­ar glíma nú við áhrif eit­ur­lyfs­ins Afla­mark sem hef­ur þau áhrif að eyða sam­visk­unni og gera at­lögu að sál­inni.

Á Íslandi síðustu ald­ar voru hinar sönnu hetj­ur fisk­verka­fólk og sjó­menn og einnig mætti finna ein­hverja stjórn­mála­menn, vís­inda­menn og fram­kvæmda­menn sem verðskulduðu titil­inn hetja vegna rösk­legr­ar fram­göngu.

Ég hef fylgst með sjáv­ar­út­vegi frá blautu barns­beini og jafn­framt stund­um reynt að hafa af hon­um fram­færslu með mis­jöfn­um ár­angri. Í dag eru stærstu hetj­ur okk­ar í sjáv­ar­út­vegi að mínu mati Þor­steinn Már Bald­vins­son og Guðmund­ur Kristjáns­son sem lifðu báðir af hrunið og hafa verið iðnir við að safna að sér fyr­ir­tækj­um og kaupa afla­mark. Þegar ég heyri nafnið Þor­steinn Már Sam­herji hef­ur það svipuð áhrif á mig og að heyra nafnið Gunn­ar á Hlíðar­enda og þegar ég heyri nafnið Guðmund­ur Kristjáns­son í Brimi hef­ur það svipuð áhrif á mig og að heyra Eg­ill Skalla­gríms­son á Borg. Þeir eru all­ir hetj­ur í mín­um huga hvort sem verk þeirra stand­ast skoðun eður ei. En ég vor­kenni þeim jafn­framt öll­um mjög mikið því ég veit að þeir eru mótaðir af samtíð sinni og siðum og háðir metnaði sín­um og átrúnaði.

Eitt stór­menni mann­kyns­sög­unn­ar lét hafa eft­ir sér að trú­in væri ópí­um fólks­ins. Íslend­ing­ar glíma nú við áhrif eit­ur­lyfs­ins Afla­mark sem hef­ur þau áhrif að eyða sam­visk­unni og gera at­lögu að sál­inni.

Getið þið séð fyr­ir ykk­ur hvernig staða Sam­herja og Brims væri ef stjórn­end­ur þeirra hefðu verið með sam­visku­bit yfir fólki og þorp­um sem á vegi þeirra urðu? Ef svo hefði verið væru nöfn flagg­skipa ís­lenskr­ar út­gerðar önn­ur í dag.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: