- Advertisement -

Fær Katrín hálendisþjóðgarðinn?

Sigurjón skrifar:

Ef af verður verða Vinstri græn að sættast á að ekki verði eitt einasta orð um þjóðgarðinn í nýjum stjórnarsáttmála, komi til hans á annað borð.

Við myndun ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur létu bæði Bjarni Ben og Sigurður Ingi eins og þeir vildu að hálendi Íslands yrði nánast allt að einum þjóðgarði. Án þess að meina það skrifuðu þeir upp á þetta í stjórnarsáttmálanum:

„Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila. Skoðaðir verða möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum.“

Þrátt fyrir að hafa kvittað upp á þetta meintu þeir ekkert með því. Staða Katrínar var sterk. Þeir urðu að lokka Katrínu og flokkinn hennar. Sem og þeir gerðu.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Nú er staðan önnur. Staða Katrínar hefur versnað til muna og Bjarni Ben og Sigurður Ingi vita báðir að á biðstofu þeirra eru hið minnsta tveir formenn, Inga Sæland og Þorgerður Katrín. Báðar tilbúnar að taka við ef Katrín Jakobsdóttur verður ekki leiðitöm.

Takist að halda „stjórnarsamstarfinu“ áfram er nokkuð víst að hálendisþjóðgarðshugmynd Vinstri grænna er fyrir bí. Sigurður Ingi mun aldrei samþykkja það. Sveitungar hans þvertaka fyrir það og eflaust er sama að segja af Bjarna Ben og hans flokki.

Ef af verður verða Vinstri græn að sættast á að ekki verði eitt einasta orð um þjóðgarðinn í nýjum stjórnarsáttmála, komi til hans á annað borð.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: