Reykjavíkurborg hefur samþykkt að styrkja Einar Bárðarson um fjögur hundruð þúsund krónur vegna Plokkdagsins.
Í fundargerð borgarráðs segir: „Samþykkt að veita Einari Bárðarsyni styrk að upphæð kr. 400.000 vegna Plokkdagsins mikla 2019. Öðrum styrkumsóknum er hafnað.“
Einar Bárðarson er einn skipuleggjenda Stóra-plokkdagsins. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að þótt að öllum sé velkomið að taka þátt og skipuleggja sína eigin hreinsanir.
Í samtali við Fréttablaðið sagði Einar Bárðarson:
„Þetta er hópefli þannig að öll sveitarfélögin geta notað nafnið til að hvetja fólk til að taka þátt. Það á líka við um einstaklinga sem vilja hvetja sín sveitarfélög til að taka þátt.“
Hann sagði skipulagningu að mestu unna í sjálfboðavinnu og að ávallt vanti fleiri sjálfboðaliða. Hann hvetur fólk til að búa til sínar eigin „herdeildir“ og að þau leggi áherslu á stóru umferðaræðarnar. Hann segir að nú þegar sé búið að skipuleggja viðburði í Hveragerði og Þorlákshöfn og hvetur önnur sveitarfélög til að gera slíkt hið sama.
„Við hvetjum sveitarfélög og þau sem eru að skipuleggja dag í kringum þetta að vera í kringum stóru umferðaræðarnar. Í fyrsta lagi vegna þess að þær þurfa svo mikið á því að halda, það hefur mikið fokið í kring þar. En þetta eru slagæðar atvinnulífsins og það fýkur þangað mikið dót, sérstaklega plast,“ sagði Einar í samtali við FBL.