
Sigurjón Magnús Egilsson:
Meira kjánaskapurinn um allt. Ráðherrann slær á brjóst á sama tíma og fjöldi fólks hefur ekki ráð á heilbrigðisþjónustu. Þetta er til skammar.

Ógleymanleg eru orð Sigurðar Inga Jóhannssonar í Kryddsíldinni þar sem hann sagði að hver sem litið væri á heilbrigðismál eða velferðarmál kepptu Íslendingar um gull, silfur eða brons. Þetta var gjörsamlega fráleitt. Aðrir gestir þáttarins gerðu engar athugasemdir við þvæluna í Sigurði Inga. Virtust trúa honum. Hverju orði.
Jóhann Þorvarðarson skrifaði í gær fína grein hér á Miðjuna. Íslendingar lúta í gras fyrir Færeyingum. Jóhann bar saman verðbólgu milli Norðurlandanna. Á meðfylgjandi grafi sést glöggt hvar Ísland er. Kannski fagnar Sigurður Ingi þessari staðreynd. Heldur kannski að skammarverðlaunin séu gullmedalía. Meira kjánaskapurinn um allt. Ráðherrann slær á brjóst á sama tíma og fjöldi fólks hefur ekki ráð á heilbrigðisþjónustu. Þetta er til skammar.