Fréttir

Færri bátar á strandveiðum

By Miðjan

August 31, 2014

Sjávarútvegur Fiskistofa segir að strandveiðitímabilinu sé að ljúka og að þetta sé sjötta strandveiðitímabilið frá því veiðarnar hófust árið 2009. „Alls veiddu strandveiðibátarnir 8.693 tonn. Mestur var aflinn á svæði A eða 2.885 tonn og svæði C var með 2.303 tonn. Svæði B var með 2.110 tonn og svæði D rak lestina með 1.395 tonn. Alls voru 649 bátar sem stunduðu veiðarnar í sumar.  Þetta eru nokkru færri bátar en á vertíðinni í fyrra þegar 674 bátar stunduðu strandveiðar. Hins vegar voru strandveiðibátar flestir á einni vertíð árið 2012 eða 758. Það eru því 17% færri bátar sem stunduðu strandveiðar nú í sumar en fyrir tveimur árum.“

Sjá nánar hér.