- Advertisement -

Fallbyssukúlan í Seðlabankanum

Það þarf ekki nema einn lítinn George Soros til að brjóta krónuna á bak aftur, en það er önnur umræða.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði ekki fyrir svo löngu á fjölmiðlafundi bankans að gjaldeyrisvaraforði bankans væri 950 milljarðar króna. Upplýsingarnar voru settar fram í samhengi við veikingu krónunnar og gefið í skyn að þessi fjárhæð væri tiltæk til að verja myntina með inngripum á gjaldeyrismarkað. Við þetta þarf að gera athugasemdir vegna þess að staðhæfingin er alröng. Málum er þannig skipað á Íslandi að forðanum er einkum ætlað það hlutverk að tryggja innflutning og skammtíma fjárgreiðslur á tímum mikillar óvissu og neyðarástands. Til viðbótar þá áskilur ríkissjóður sér rétt til að ganga á forðann í samræmi við þarfir ríkisins enda á ríkið 170 milljarð króna inn í forðanum. Þannig að forðanum er í raun minnst ætlað að verja krónuna þó valdhafar reyni að láta í það skína að krónan sé vel varin. Þegar málið er gaumgæft þá er um falskt öryggi að ræða.

Forðinn í dag stendur í 904 milljörðum og hefur lækkað frá því Ásgeir tjáði sig vegna breytingar á gengi krónunnar. Með þessa fjárhæð í huga þá getum við fyrst byrjað að reikna og tala um hversu mikið bankinn getur notað til inngripa. Inngrip sem eru ekkert annað en krónuföndur vegna þess að bankinn treystir ekki markaðnum fyrir verðlagningu gjaldmiðilsins. Þegar þannig háttar er hreinlegast að taka krónuna af markaði og það átti alveg sérstaklega vel við þegar Covid-19 veiran reið yfir heiminn. Stjórnvöld kusu að gera svo ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þannig að eftir standa 25 milljarðar króna sem tiltækir eru dags daglega í krónuföndrið.  

Ofangreind fjárhæð er brúttó tala og nauðsynlegt að draga frá tölunni skuldir bankans í erlendum gjaldeyri við utanaðkomandi aðila. Þá standa eftir 713 milljarðar króna. Síðan er hluti forðans í erlendum verðbréfum og er verðgildi þeirra óvíst þegar kemur að innlausn af mörgum ástæðum. Að frádregnu skráðu verðmæti bréfanna í dag þá standa eftir aðeins 40 milljarðar króna. Inn í þessari tölu er gullforðinn að fjárhæð 15 milljarðar króna sem hreyfist ekki. Þannig að eftir standa 25 milljarðar króna sem tiltækir eru dags daglega í krónuföndrið.  

Hugmynd bankastjórans um hvað er til taks til inngripa á gjaldeyrismarkað er ekki stöndug og tjáning hans afvegaleiðandi. Þetta er svona eins og að flagga fallbyssukúlu í stríði nútímans, en fallbyssur í dag eiga heima á minjasöfnum. Niðurstaðan er að krónan er mjög berskjölduð þó valdhafar telji sér og öðrum trú um annað.

Hægt er að færa rök fyrir því að aðrir hlutar forðans séu tiltækir til föndurgerðar hjá bankanum. Þá reynir einkum á innlausn verðbréfanna og inneign ríkissjóðs. Þá þarf að huga að tvennu. Í fyrsta lagi, ef aðrir hlutar forðans eru notaðir í auknu mæli til að verja krónuna þá er einfaldlega verið að færa áhættuna til. Minna verður eftir til að tryggja innflutning og fjárflæði á miklum óvissutímum. Það táknar að komið getu til vöruskorts. Þjóðinni er í fersku minni að það stefndi í skort á sýnatökupinnum núna í apríl þannig að möguleikinn á vöruskorti á ekki að vera okkur framandi. Í öðru lagi, þá er það spurningin um innlausnarverð bréfanna. Stórar hreyfingar á gjaldmiðlum eiga sér aðallega stað á tímum mikillar óvissu eða þegar gjaldmiðill verður fyrir árás vegna minnkandi tiltrúar. Þá er ekki við því að búast að markaðir séu viljugir til að kaupa verðbréf nema með afföllum. Það út af fyrir sig skerðir verðgildi forðans og getu landsins til að standa af sér storma. Þessi tilfærsla á áhættu mun óneitanlega veikja krónuna síðar meir þannig að ávinningurinn er skammgóður.

Það þarf ekki nema einn lítinn George Soros til að brjóta krónuna á bak aftur, en það er önnur umræða. Svo er það þetta með lífeyrissjóðina, hvenær þurfa þeir að dreifa áhættunni í auknu mæli út fyrir Íslenska hagkerfið. Það myndi setja mikinn þrýsting á krónuna til veikingar. Króna á óheftum markaði er eins og tifandi tímasprengja og spakir gjaldeyrismarkaðir heimsins undanfarin ár gætu verið svikalogn. Meira að segja Kínverjar treysta ekki eigin gjaldmiðli til að vera á frjálsum markaði og eru með vel skilgreinda bandvídd utan um gengisbreytingar.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: