- Advertisement -

Fallnir með 3,7

…enda dómstólar einkaeign Sjálfstæðisflokksins.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Þjóðin hefur fellt sinn dóm. Dómstólar landsins eru fallnir með 3,7 af 10 mögulegum í einkunn. Þetta staðfestir ný viðhorfskönnun Gallup meðal landsmanna.

Fram hjá því verður ekki litið að brambolt Sigríðar Andersen, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna í Landsréttarmálinu hefur valdið gríðarlegum skaða. Svo miklum að þjóðin hlær að verkum dómstóla. Málið versnaði þegar Sigríður og flokkur hennar settu nýverið fram ósannaðar ásakanir í garð Mannréttindardómstóls Evrópu án andmæla frá Framsókn og Vinstri grænum. Þar gildir að þögnin er sama og samþykki!

Þú gætir haft áhuga á þessum

En það er meira sem veldur hverfandi virðingu fyrir dómstólum. Þar má telja til hið fræga beinlínusamband sumra dómara við stjórnstöð Sjálfstæðisflokksins. Ýmsir dómarar hafa verið óragir að fella dóma sem ekki byggja á lagareglum heldur persónulegu viðhorfi til málsaðila og sakarefnis. Að vera innanbúðar hjá bláu höndinni hjálpar þegar í dómsmál er komið enda dómstólar einkaeign Sjálfstæðisflokksins. Dómar sanna þetta!

Óbreytt staða er hættuleg lýðræði Íslands og dregur það úr hagsæld. Þetta staðfesta nýjar rannsóknir. Hér dugar ekkert minna en að endurskipuleggja dómstólakerfið frá grunni til að endurheimta traust þjóðarinnar. Til að ná því fram þarf meira af nýju fólki inn á Alþingi sem vinnur fyrir almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Amen!


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: