- Advertisement -

Falskur áróður Halldórs Benjamíns

Hagkerfið var því ekki hratt kólnandi.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Undanfarnar margar vikur hefur Halldór Benjamín fyrirliði atvinnurekenda (já, þessi sem fékk niðurfelld lán upp á tugir milljóna eftir hrunið) ítrekað fullyrt að hagkerfið væri hratt kólnandi.

Þetta var aldrei rökstutt. Áhugavert er því að skoða eina hagtölu til að sjá hvort þetta er falskur áróður eða ekki.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á umliðnum árum hefur það verið regla að umsvif hagkerfisins minnka á síðasta ársfjórðungi. Þetta kallast árstíðabundin sveifla. Árið 2016 minnkuðu umsvifin um 3,1% á síðasta ársfjórðungnum í samanburði við fjórðunginn á undan. Árið 2017 var lækkunin 2,6%.

Á síðasta ári minnkuðu umsvifin á síðasta ársfjórðingi aðeins um 0,7%.  Það er miklu betri árangur en árin á undan.

Hagkerfið var því ekki hratt kólnandi heldur var fjórðungurinn á uppleið. Umsvifin höfðu til dæmis vaxið um 6,5% miðað við árið á undan og um 12,1% miðað við síðasta ársfjórðung ársins 2016.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: