
Jóhann Þorvarðarson:
Til að gæta sanngirni þá gerir Bjarni þó eitt gagn, honum er að takast að gera Sjálfstæðisflokkinn að jaðarflokki, sem minnst verður fyrir kosningarsvindl.
Margaret Thatcher kunni ekki þá list að þekkja sinn vitjunartíma og var kosin burt af flokkssystkinum eftir 12 ár við völd. Boris Johnson var hrakinn frá vegna spillingar og getuleysis í starfi og Liz Truss stóð stutt við eftir að hafa lagt fram glórulausa ríkisfjármálastefnu, sem setti breskan lánamarkað á hliðina. Við Íslendingar sitjum aftur á móti uppi með Bjarna Ben í skjóli Vinstri grænna og Framsóknar þó maðurinn sé fyrir löngu hættur að gera gagn. Hann hefur komið íslensku hagkerfi í ógöngur og nauðgað siðferðilegum gildum landans.
Kosningaloforð Bjarna Ben um að hann sé holdgervingur stöðugleika er tálsýn enda verðbólga mikil og aðeins mafíósavextir sem bjóðast landsmönnum. Svo þegar kemur að ótæpilegri launahækkun ráðamanna þá eru viðbrögð Bjarna þau að kauphækkunin sé samt raunlaunalækkun. Svona eins og að aðrir landsmenn upplifi ekki það sama.
Bjarni Ben bakar bara vandræði með gulum marsipanhjúp og það mun fara fyrir honum eins og fór fyrir Thatcher. Hann verður umlukinn kóngulóarvef þess sem hefði aldrei átt að vera. Nýjar kakíbuxur ráðherrans blekkja hér engan. Til að gæta sanngirni þá gerir Bjarni þó eitt gagn, honum er að takast að gera Sjálfstæðisflokkinn að jaðarflokki, sem minnst verður fyrir kosningarsvindl.