
Jóhann Þorvarðarson:
Já hún er beinn þátttakandi í því að þynna út íslenskt siðferði og afmá sómakenndina. Og þá vill Össur að landinn kjósi hana sem forseta. Kann Össur annan betri?

Hann heldur að Katrín Jakobsdóttir eigi að verða forseti landsins eins ruglað og það nú hljómar. Hún er búin að eyðileggja sinn eigin flokk, sem er á jaðri þess að þurrkast út úr íslenskum stjórnmálum.
Á vakt Katrínar þá hefur Sjálfstæðisflokk Bjarna Ben verið haldið við völd og hún stendur gegn öllum rannsóknarnefndum á vegum Alþingis til að fara í saumana á Lindarhvols- og Íslandsbankamálinu. Já hún er beinn þátttakandi í því að þynna út íslenskt siðferði og afmá sómakenndina. Og þá vill Össur að landinn kjósi hana sem forseta. Kann Össur annan betri?
Nei, Össur er alveg staurblindur á þetta enda virðist hann sjálfur ekki bera skynbragð á góða siðferðiskennd. Munið þið ekki fréttirnar af því þegar hann seldi eigin stofnbréf í gjaldþrota Sparisjóði Reykjavíkur. Var ekki rætt um að hann hafi haft innherja upplýsingar? Össur ætti að kæla sig niður áður en hann stingur næst niður penna því við eigum raunverulega á hættu að hann mæli með hruna Ingibjörgu Sólrúnu í hitt og þetta eða að hann reynir að koma sjálfum sér að hjá einhverjum opinberum bitling.