- Advertisement -

Fékk þríeykið Fálkaorðuna of snemma?

Í sumar heyrðist til dæmis sagt að engin þjóð hafi staðið sig betur í baráttunni en Ísland.

Jóhann Þorvarðarson skrifar:

Mér fannst það snemmbært þegar þríeykið ágæta fékk Fálkaorðu frá forseta Íslands eftir fyrstu lotu kovíd-19 veirunnar. Minnti mig á þegar karlalið Íslands í handbolta sigraði hið sigursæla og ógnarsterka sovéska landslið í æfingarleik í Laugardalshöll skömmu fyrir Ólympíuleikana í Kaliforníu árið 1984. Mikil fagnaðarlæti brutust út og þjóðin varð bjartsýn um að verðlaunasæti væri í uppsiglingu. Ísland endaði um miðbik að loknu móti. Íslendingar fagna oft of snemma eða í hálfleik. Í sumar heyrðist til dæmis sagt að engin þjóð hafi staðið sig betur í baráttunni en Ísland.  Nú fáeinum mánuðum eftir fyrstu lotuna þá hefur vandinn aldrei verið meiri og verkefninu hvergi nærri lokið.

Í ljósi þess að ástandið er hratt versnandi og út frá því hvað miklir heilsufars- og efnahagslegir hagsmunir eru í húfi þá er tímabært að fleiri aðilar komi að ákvarðanatöku í baráttunni. Nærtækt er að stjórnarandstaðan komi beint að málum. Síðan þarf að fjölga í þríeykinu og peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands til að útvíkka sjóndeildarhringinn. Ríkisstjórnin og Seðlabanki eru búin að missa tökin á hagstjórninni eins og ég hef rakið í nýlegum greinum. Ríkisstjórn og heilbrigðisyfirvöldum hefur mistekist að hemja útbreiðslu veirunnar þrátt fyrir mikinn vilja. Má að hluta rekja vandann til fjárskorts og rangra ákvarðana. Skort hefur djörfung. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi og því eðlilegt bregðast við með þeim hætti sem ég lýsi.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ögurstund er uppi og nauðsynlegt að breikka liðsvalið, fá ferska hugsun að borðinu. Engin á að eigna sé eitt eða neitt í þessum efnum. Þras, karp og hugsanlegar erjur milli ólíkra aðila verður að víkja fyrir almannahagsmunum landsins. Við eigum ekki að fagna fyrr en leik er lokið og aðeins ef árangurinn getur talist vera fagnaðarefni. Endurheimta þarf samstöðuna sem fer minnkandi. Þeir sem veikast standa fyrir þurfa aukna vernd og þar á ég ekki síst við eldri borgara, öryrkja, fatlaða og aðra með undirliggjandi lasleika. Árás á þennan hóp undanfarna daga verður að víkja fyrir mennsku og viti.    


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: