Skjáskot: Silfrið.

Fréttir

Félagslegt húsnæði leysir ekki vandann

By Miðjan

May 09, 2021

„Ég held að lausnin í þessum húsnæðismálum liggur alls ekki í félagslegu húsnæði eins og ASÍ leggur áherslu á. Ég er algjörlega ósammálla því,“ sagði Jón Gunnarsson í Silfrinu fyrr í dag.

Þar var rætt um hversu mikið íbúðarverð hefur hækkað.

„Ég deili þessum áhyggjum algjörlega og ég get algjörlega tekið undir að markaðurinn eins og hann er að spilast núna er ósjálfbær. Mér finnst bara allt því, bara skelfilegt að horfa í kringum mig og sjá bara hvernig fasteignaverð bara í mínu hverfi hvernig það hefur þróast á undanförnum tólf mánuðum.

Leysa þrjú þúsund félagsíbúðir sósíalista þetta mál? Hvar ætlið þið að byggja þessar félagslegu íbúðir? Það er vandamál. Það er rót vandans. Rót vandans liggur í því að það eru ekki til byggingarlóðir. Á þetta hefur verið bent lengi,“ sagði Jón Gunnarsson.